Á fjórða hundrað hafa fallið í átökum í Suður-Afríku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2021 22:54 Rúmlega þrjú hundruð hafa fallið í óeirðunum í Suður-Afríku undanfarnar þrjár vikur. AP/Andre Swart Rúmlega þrjú hundruð hafa fallið í óeirðunum sem skekið hafa Suður-Afríku undanfarnar vikur. Óeirðirnar hófust daginn sem fyrrverandi forseti landsins gaf sig fram við lögreglu og hóf fimmtán mánaða fangelsisafplánun í byrjun mánaðar. Mikil reiði hefur ríkt meðal Suður-Afríkubúa undanfarnar vikur eftir handtöku Jacobs Zuma, fyrrverandi forseta landsins. Zuma var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa sýnt dómstóli vanvirðingu þegar hann neitaði að mæta fyrir dómara í tengslum við spillingarrannsókn sem beinist að honum þegar hann gegndi embætti forseta. Stuðningsmenn Zuma voru fljótir að grípa í heykvíslarnar og hafa óeirðir skekið landið síðan 7. Júlí, daginn sem hann gaf sig fram. Þær hafa verið hvað verstar í heimahéraði Zuma, KwaZulu-Natal, en talið er að 258 hafi fallið í héraðinu. Skrifstofa forseta landsins tilkynnti í gær að 337 hefðu látist. Ofbeldisaldan er sú blóðugasta frá því að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. Nú virðist þó sem ofbeldisölduna sé að lægja en gríðarlegar skemmdir hafa orðið á heimilum og fyrirtækjum eftir óeirðirnar. Talið er að tjónið nemi allt að 170 milljörðum króna. Þúsundir hafa verið handteknar í óeirðunum og yfirvöld hafa ekki tölu á þeim fjölda sem hefur særst. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, ávarpaði þjóðina í vikunni og sagði óeirðirnar meðvitaða og skipulagða árás á lýðræðið. „Það er ljóst núna að atburðir síðustu vikna voru ekkert annað en meðvituð og vel skipulögð árás á lýðræði okkar. Stjórnarskrárskipan lands okkar er ógnað,“ sagði Ramaphosa í ávarpi sínu. Suður-Afríka Tengdar fréttir Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. 14. júlí 2021 16:45 Á fimmta tug látinna í óeirðum í Suður-Afríku Minnst 45 hafa látist í óeirðum í Suður-Afríku. Óeirðirnar hófust eftir að fyrrum forseti landsins, Jakob Zuma, var fangelsaður. 13. júlí 2021 22:44 Zuma gefur sig fram og hefur afplánun Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, hefur gefið sig fram við lögreglu og hafið afplánun eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi á dögunum. 8. júlí 2021 07:28 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Mikil reiði hefur ríkt meðal Suður-Afríkubúa undanfarnar vikur eftir handtöku Jacobs Zuma, fyrrverandi forseta landsins. Zuma var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa sýnt dómstóli vanvirðingu þegar hann neitaði að mæta fyrir dómara í tengslum við spillingarrannsókn sem beinist að honum þegar hann gegndi embætti forseta. Stuðningsmenn Zuma voru fljótir að grípa í heykvíslarnar og hafa óeirðir skekið landið síðan 7. Júlí, daginn sem hann gaf sig fram. Þær hafa verið hvað verstar í heimahéraði Zuma, KwaZulu-Natal, en talið er að 258 hafi fallið í héraðinu. Skrifstofa forseta landsins tilkynnti í gær að 337 hefðu látist. Ofbeldisaldan er sú blóðugasta frá því að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. Nú virðist þó sem ofbeldisölduna sé að lægja en gríðarlegar skemmdir hafa orðið á heimilum og fyrirtækjum eftir óeirðirnar. Talið er að tjónið nemi allt að 170 milljörðum króna. Þúsundir hafa verið handteknar í óeirðunum og yfirvöld hafa ekki tölu á þeim fjölda sem hefur særst. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, ávarpaði þjóðina í vikunni og sagði óeirðirnar meðvitaða og skipulagða árás á lýðræðið. „Það er ljóst núna að atburðir síðustu vikna voru ekkert annað en meðvituð og vel skipulögð árás á lýðræði okkar. Stjórnarskrárskipan lands okkar er ógnað,“ sagði Ramaphosa í ávarpi sínu.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. 14. júlí 2021 16:45 Á fimmta tug látinna í óeirðum í Suður-Afríku Minnst 45 hafa látist í óeirðum í Suður-Afríku. Óeirðirnar hófust eftir að fyrrum forseti landsins, Jakob Zuma, var fangelsaður. 13. júlí 2021 22:44 Zuma gefur sig fram og hefur afplánun Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, hefur gefið sig fram við lögreglu og hafið afplánun eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi á dögunum. 8. júlí 2021 07:28 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. 14. júlí 2021 16:45
Á fimmta tug látinna í óeirðum í Suður-Afríku Minnst 45 hafa látist í óeirðum í Suður-Afríku. Óeirðirnar hófust eftir að fyrrum forseti landsins, Jakob Zuma, var fangelsaður. 13. júlí 2021 22:44
Zuma gefur sig fram og hefur afplánun Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, hefur gefið sig fram við lögreglu og hafið afplánun eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi á dögunum. 8. júlí 2021 07:28