Sport

Snæfríður og Anton Sveinn fánaberar Íslands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fánaberar Íslands á Ólympíuleikunum.
Fánaberar Íslands á Ólympíuleikunum. ísí

Sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee verða fánaberar Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó á morgun.

Þetta er í fyrsta sinn sem tveir fánaberar verða frá hverju landi á setningarhátíðinni, kona og karl. Aldrei hafa kynjahlutföllin verið jafnari á Ólympíuleikunum.

Íslenski hópurinn gengur inn á Ólympíuleikvanginn á eftir Grikklandi, sem er alltaf fyrst, og flóttamannaliði Alþjóðaólympíunefndarinnar. Gestgjafar Japans ganga síðastir inn á leikvanginn.

Ísland á fjóra keppendur á Ólympíuleikunum; Snæfríði, Anton Svein, kringlukastarann Guðna Val Guðnason og skotmanninn Ásgeir Sigurgeirsson.

Snæfríður keppir í 100 og 200 metra skriðsundi og Anton Sveinn í 200 metra bringusundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×