Innlent

Vinir Tomma Tomm léttir í lundu í nýjum lundi

Heimir Már Pétursson skrifar
Hér má sjá nokkra vini og félaga Tomma Tomm á bekknum, þeirra á meðal Jakob Magnússon, Ásgeir Óskarsson og Andreu Gylfadóttur.
Hér má sjá nokkra vini og félaga Tomma Tomm á bekknum, þeirra á meðal Jakob Magnússon, Ásgeir Óskarsson og Andreu Gylfadóttur. stöð 2

Samstarfsfélagar og vinir Tomma Tomm fyrrverandi bassaleikara Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita minntust hans í dag með vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum. Lundurinn á að boða gleði eins og lund Tomma hafi alla tíð gert.

Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var alltaf kallaður, lést hinn 23. janúar árið 2018 en hann fæddist 24. maí árið1954. Hann var mikill húmoristi og höfundur margra þjóðþekktra frasa sem hann samdi í samstarfi sínu við Stuðmenn, Þursa og aðra tónlistarmenn. Hann var einn öflugasti upptökustjóri landsins.

Í dag komu fyrrverandi samstarfsfélagar og vinir hans saman og vígðu Tómasarlund í Húsdýragarðinum. Jakob Magnússon vinur og samstarfsfélagi til áratuga segir að þar hafi verið plantaði blómum og fjórum trjám sem tákni bassastrengina fjóra.

„En hann var með lund sem var svo aðdáunarverð. Hún var svo glöð, ljúf og í rauninni göfgandi fyrir þá sem fengu að kynnast og vera í kring um Tómas," segir Jakob.

Skilti á regnbogabekknum í Tómasarlundi.stöð 2

Tómasarlundum hefur verið plantað víða um land og verður plantað á fleiri stöðum í sumar. Tómas átti meðal annars hugmyndina að Græna hernum um árið því náttúran var honum hugleikin. Þá var vígður bekkur merktur Tómasi í lundinum í dag.

„Það er til að minna fólk á mikilvægi þess að temja sér jákvæða, glaða og góða lund eins og Tómas hafði til að bera. Með þessu minnumst við hans en gerum samfélagið betra," sagði Jakob í dag og taldi svo í „Manstu ekki eftir mér" í fjöldasöng.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.