Gagnaverið: Samfélagsmiðlar, áróður og falsfréttir Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júlí 2021 13:49 María Rut Kristinsdóttir er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Gagnaverið. Í þættinum ræðir hún um pólitíska hlið samfélagsmiðla. Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er haldið áfram að fjalla um samfélagsmiðla. Um er að ræða þriðja og næst síðasta þáttinn um þetta málefni og var farið yfir pólitísku hlið samfélagsmiðlanna. Fjallað er um Cambridge Analytica skandalinn svokallaða sem átti sér stað í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Cambridge Analytica er breskt fyrirtæki sem sinnti rannsóknarvinnu í pólitískum tilgangi og vann við vissar hliðar kosningabaráttu. Fyrirtækið hannaði persónuleikapróf sem ætlað var til notkunar innan Cambridge háskóla en lak síðan út á Facebook. Þeir sem tóku prófið veittu aðgang að Facebook reikningi sínum og þannig var hægt að safna saman alls kyns upplýsingum um notendur. Þannig tókst fyrirtækinu að afla sér persónulegra upplýsinga um alls 87 milljónir Bandaríkjamanna. Út frá þessum upplýsingum útbjó fyrirtækið persónuleikamódel sem Donald Trump notaði til þess að hafa áhrif á kosningahegðun fólks með því að nýta sér sálræna veikleika þeirra. Fyrirtækið var lagt niður eftir að þetta kom í ljós. Þáttastjórnendur benda hlustendum á heimildarmyndina The Great Hack sem fjallar um Cambridge Analytica skandalinn. Í þættinum er jafnframt sagt frá því að Trump hafi ekki verið sá fyrsti til þess að nýta sér bakdyraleið samfélagsmiðla til þess að ná til kjósenda. Barack Obama hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar kjósenda á samfélagsmiðlum í sinni baráttu, en þó aðeins þær upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum. Í þættinum var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið dugleg við að fræða almenning um stjórnmál á samfélagsmiðlum. Hún ræðir meðal annars um popúlisma og hvernig hægt sé að búa til ótta í gegnum áróður og falsfréttir. Það sé tækni sem margir hafi nýtt sér til þess að ná völdum. Þar nefnir hún Brexit og kjör Donalds Trump sem dæmi. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Gagnaverið í heild sinni. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31 „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
Fjallað er um Cambridge Analytica skandalinn svokallaða sem átti sér stað í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Cambridge Analytica er breskt fyrirtæki sem sinnti rannsóknarvinnu í pólitískum tilgangi og vann við vissar hliðar kosningabaráttu. Fyrirtækið hannaði persónuleikapróf sem ætlað var til notkunar innan Cambridge háskóla en lak síðan út á Facebook. Þeir sem tóku prófið veittu aðgang að Facebook reikningi sínum og þannig var hægt að safna saman alls kyns upplýsingum um notendur. Þannig tókst fyrirtækinu að afla sér persónulegra upplýsinga um alls 87 milljónir Bandaríkjamanna. Út frá þessum upplýsingum útbjó fyrirtækið persónuleikamódel sem Donald Trump notaði til þess að hafa áhrif á kosningahegðun fólks með því að nýta sér sálræna veikleika þeirra. Fyrirtækið var lagt niður eftir að þetta kom í ljós. Þáttastjórnendur benda hlustendum á heimildarmyndina The Great Hack sem fjallar um Cambridge Analytica skandalinn. Í þættinum er jafnframt sagt frá því að Trump hafi ekki verið sá fyrsti til þess að nýta sér bakdyraleið samfélagsmiðla til þess að ná til kjósenda. Barack Obama hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar kjósenda á samfélagsmiðlum í sinni baráttu, en þó aðeins þær upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum. Í þættinum var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið dugleg við að fræða almenning um stjórnmál á samfélagsmiðlum. Hún ræðir meðal annars um popúlisma og hvernig hægt sé að búa til ótta í gegnum áróður og falsfréttir. Það sé tækni sem margir hafi nýtt sér til þess að ná völdum. Þar nefnir hún Brexit og kjör Donalds Trump sem dæmi. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Gagnaverið í heild sinni. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31 „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31
„Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00