Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að sóttvarnalæknir ætlar að leggja það til að sóttvarnaaðgerðir verði hertar á landamærum á ný í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga.

Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar segja það galið, þegar á næstu 6 til 8 vikum sé von á hundruðum þúsunda ferðamanna til landsins sem hafa bókað ferðir á ákveðnum forsendum sem hafi verið gefnar út.

Þá telur yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði.

Og meira af Covid en við ræðum við ungan mann sem fekk Covid þrátt fyrir að vera fullbólusettur. Hann smitaði einnig móður sína. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram.

Við ræðum við íslenska konu búsetta í Þýskalandi sem hefur staðið í ströngu vegna hamfaraflóðanna þar í landi. Tæplega hundrað manns hafa látist og fjölda er saknað.

Við ræðum við afbrotafræðing sem telur að þörf geti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns

Þá könnum við hvert ferðinni er heitið um helgina en víða eru tjaldstæði uppbókuð einkum á austur og norðurlandi.

Við hittum svo fyrsta got glænýrrar hundategundar á Íslandi.

Þetta og margt fleira Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×