Íslandsmeistarinn fagnaði sigri og lék hring með Game of Thrones-stjörnu Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 23:01 Mynd/DiscGolf Blær Örn Ásgeirsson, Íslandsmeistari í frisbígolfi, eða folfi, vann í dag sigur á PCS Sula Open, sterku móti í Noregi. Á fyrsta hring mótsins var frægur heimamaður í ráshópi Blæs. Frisbígolfsamband Íslands vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni líkt og sjá má í meðfylgjandi færslu. Í spilahópi Blæs var enginn annar en norski stórleikarinn Kristofer Hivju sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Tormund Giantsbane í þáttunum Game of Thrones, en hefur einnig leikið í myndinni Fate of the Furious. Hivju er mikill folfmaður og tekur reglulega þátt í alþjóðlegum mótum þegar hann hefur tíma til. Hann hefur verið skráður leikmaður hjá sambandi atvinnufolfara, PDGA, síðan í fyrra og hefur tekið þátt í fjórum mótum á þeim tíma. Þrátt fyrir aðeins 18 ára aldur, hefur Blær unnið Íslandsmótið í folfi síðustu tvö ár og er efstur Íslendinga á styrkleikalista PDGA. Hann gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á mótinu í Noregi um helgina þar sem hann lauk keppni á 20 undir pari eftir hringina fjóra, sjö á undan næsta manni, Peter Lunde sem á 13 undir parinu. Ekki gekk eins vel hjá Hivju, sem lauk keppni á 96 höggum yfir pari, í 108. sæti af 116 keppendum. Vert er að taka fram að aðeins átta keppendur af 116 voru undir pari vallar. View this post on Instagram A post shared by Blær O rn A sgeirsson (@blaer_orn) Frisbígolf Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Frisbígolfsamband Íslands vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni líkt og sjá má í meðfylgjandi færslu. Í spilahópi Blæs var enginn annar en norski stórleikarinn Kristofer Hivju sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Tormund Giantsbane í þáttunum Game of Thrones, en hefur einnig leikið í myndinni Fate of the Furious. Hivju er mikill folfmaður og tekur reglulega þátt í alþjóðlegum mótum þegar hann hefur tíma til. Hann hefur verið skráður leikmaður hjá sambandi atvinnufolfara, PDGA, síðan í fyrra og hefur tekið þátt í fjórum mótum á þeim tíma. Þrátt fyrir aðeins 18 ára aldur, hefur Blær unnið Íslandsmótið í folfi síðustu tvö ár og er efstur Íslendinga á styrkleikalista PDGA. Hann gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á mótinu í Noregi um helgina þar sem hann lauk keppni á 20 undir pari eftir hringina fjóra, sjö á undan næsta manni, Peter Lunde sem á 13 undir parinu. Ekki gekk eins vel hjá Hivju, sem lauk keppni á 96 höggum yfir pari, í 108. sæti af 116 keppendum. Vert er að taka fram að aðeins átta keppendur af 116 voru undir pari vallar. View this post on Instagram A post shared by Blær O rn A sgeirsson (@blaer_orn)
Frisbígolf Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira