Innlent

Ein­róma á­kall um einka­­­væðingu í Lækna­blaðinu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Fyrstu síður Læknablaðsins lýsa mikilli óánægju meðal lækna um störf heilbrigðisráðherra.
Fyrstu síður Læknablaðsins lýsa mikilli óánægju meðal lækna um störf heilbrigðisráðherra. vísir/vilhelm/læknablaðið

Öll spjót standa á heil­brigðis­ráð­herra í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðsins og virðist lækna­stéttin hafa fengið nóg af að­ferðum og á­herslum hans í heil­brigðis­kerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blað­síðum blaðsins þar sem skoðanir fram­kvæmda­stjóra lækninga á Land­spítala og tveggja fyrr­verandi formanna Lækna­fé­lags Ís­lands eru dregnar fram, ýmist í við­tölum eða skoðana­greinum.

Og þeir virðast allir á eitt um lausn vandans: Það þarf aukna einka­væðingu í heil­brigðis­kerfið.

Vill út­boð á starf­semi

„Ó­um­flýjan­legt er að tryggja fjöl­breyti­legri rekstrar­form í heil­brigðis­þjónustunni vegna fólks­fjölgunar á Ís­landi. Kröfurnar eru það miklar og stakkurinn þröngur frá ríkinu,“ er haft eftir Ólafi Baldurs­syni, sem var ný­lega endur­ráðinn fram­kvæmda­stjóri lækninga á Land­spítala ævi­langt.

Ólafur Baldursson, framvkæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.Vísir/Arnar

„Hugsa þarf mögu­leikann á að bjóða hluta starf­seminnar út, jafn­vel að bjóða ein­staka tegundir af vöktum út og huga að fjöl­breyttara rekstrar­formi í kerfinu í heild,“ segir Ólafur í aðal­við­tali blaðsins, sem birtist á fyrstu síðu þess. Þar ræðir hann mann­eklu, undir­fjár­mögnun og það að á­byrgð mis­taka séu á herðum starfs­fólks spítalans.

Hernaðurinn gegn einka­rekstrinum

Á næstu síðum taka svo við rit­stjórnar­greinar tveggja fyrr­verandi formanna Lækna­fé­lags Ís­lands, Sigur­björns Sveins­sonar og Þor­björns Jóns­sonar og ber grein þess fyrr­nefnda titilinn „Hernaðurinn gegn einka­rekstrinum hafinn“.

Þar rifjar Sigur­björn meðal annars upp frið­sæla valda­tíma Ólafs kyrra Noregs­konungs á elleftu öld og stillir þeim upp sem and­stæðu ó­friðaraldar í heil­brigðis­kerfinu undir stjórn Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra.

Hann segir ljóst að hafinn sé „hernaður gegn einka­rekstrinum“:

„Samnings­leysi sér­fræði­lækna, ömur­leg brot­lending krabba­meins­greiningar kvenna, út­flutningur lið­skipta­að­gerða, halla­rekstur hjúkrunar­heimila og fleira í þeim dúr eru allt veiga­miklir þættir í þeirri mið­stýringar­á­ráttu, sem nú ríður húsum í heil­brigðis­ráðu­neytinu og tengdum stofnunum,“ skrifar Sigur­björn.

Sigubjrön Sveinsson virðist á þeirri skoðun að Svandís Svavarsdóttir og Ólafur kyrri séu andstæðar fígúrur í sögu Norurlanda.læknablaðið

„Þeir sem styðja vilja við einka­rekstur lækna í þágu al­mennings eru sakaðir um einka­væðingar­á­ráttu, sem er hreint skrök eða „fals­fréttir“, heldur hann á­fram og vill meina að það sé ekki hægt að kalla það einka­væðingu ef ríkið semur við einka­aðila um að reka á­kveðna þjónustu fyrir sig.

Sigur­björn segir að það væri best fyrir heil­brigðis­ráð­herra að verð­leggja læknis­verk sem unnin eru á sjúkra­stofnunum í eigu ríkisins á sam­bæri­legan hátt og gert er hjá einka­reknum stofnunum og fyrir­tækjum lækna.

„Hernaðurinn gegn einka­rekstrinum skaðar einungis al­menning og leiðir til ó­rétt­lætis og ó­friðar eins og dæmin sanna.“

Verða að hafa opinn hug

Þor­björn Jóns­son, sér­fræðingur í ó­næmis­fræði og blóð­gjafa­fræði og fyrr­verandi for­maður Lækna­fé­lagsins, hnýtir einnig í heil­brigðis­ráð­herra í grein sinni sem birtist í blaðinu en hún ber titilinn „Er það tölu­verð á­skorun fyrir ráð­herra að standa með Land­spítala?“.

Þar tekur hann undir­mönnun á bráða­mót­tökunni til um­fjöllunar og segir hana hluta af stærri vanda Land­spítalans í heils.

Þorbjörn Jónsson er sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafafræði og var formaður Læknafélagsins á árunum 2011-2017.Vísir/Nanna

Og lausnin er þessi: „Aug­ljós­lega þarf að leysa mönnunar­vanda­mál spítalans og gera hann að eftir­sóttum vinnu­stað á ný fyrir lækna og aðrar heil­brigðis­stéttir. Sjúk­lingar sem þurfa ekki lengur á þjónustu sjúkra­hússins að halda þurfa að komast á við­eig­andi stað, til dæmis hjúkrunar­heimili eða heim með við­eig­andi heima­hjúkrun og að­stoð.“

Þor­björn virðist þó, líkt og kollegar hans, þeirrar skoðunar að það gæti verið best að einka­aðilar taki við þessari starf­semi: „Skoða þarf með opnum huga hvort heppi­legt sé að semja við einka­aðila um slíka þjónustu.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×