Donald Rumsfeld er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 20:29 Donald Rumsfeld stendur hér við hlið George Bush árið 2008. AP/Susan Walsh Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Rumsfeld settist í helgan stein árið 2008. Hann starfaði fyrst fyrir Richard Nixon árið 1969. Þá varð Rumsfeld eini maðurinn sem hefur tvisvar sinnum verið varnarmálaráðherra. Fyrst varð hann ráðherra 1975 til 1977 og varð hann þá yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (43). Hann var aftur ráðherra 2001 til 2006 og þá var hann elsti varnarmálaráðherrann (74), samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann gerði svo tilraun til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1988 en það tókst honum ekki. Í raun þykir árangur hans þar hafa verið einstaklega slæmur. Í tilkynningu frá fjölskyldu Rummy, eins og hann var oft kallaður, segir að hann hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni. Washington Post segir hann hafa dáið vegna krabbameins í beinmerg. Hann skilur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn. A statement from the family of Donald Rumsfeld: pic.twitter.com/AlKYxVvqgF— Donald Rumsfeld (@RumsfeldOffice) June 30, 2021 Níu mánuðum eftir að Rumsfeld tók varnarmálaráðuneytinu var árásin gerð á Tvíburaturnana í New York og ráðuneytið sjálft í september 2001. Í kjölfar þess gerðu Bandaríkin innrás í Afganistan en Talibanar, sem þá stjórnuðu ríkinu, stóðu þétt við bakið á al-Qaeda. Árið 2002 byrjuðu meðlimir ríkisstjórnar George W. Bush að beina sjónum sínum að Írak og var gerð innrás í landið árið 2003. Sú innrás er talin hafa komið verulega niður á umsvifum Bandaríkjanna í Afganistan og gefið Talibönum tækifæri á að skjóta aftur upp kollinum. Innrásin í Írak fór ekki eftir áætlunum og hefur Rumsfeld verið gagnrýndur fyrir að hunsa ráðleggingar viðvaranir forsvarsmanna hersins í aðdraganda árásarinnar. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma skipulagningu í kjölfar innrásarinnar og slæm viðbrögð við skæruhernaði í Írak. Þar að auki var Rumsfeld harðlega gagnrýndur eftir að fjölmiðlar vörpuðu ljósi á hræðilega meðferð á föngum í Ghraib fangelsinu alræmda. Lét loka herstöðinni í Keflavík Rumsfeld stýrði einnig brottför bandarískra hermanna frá íslandi á árum áður og vildi hann sérstaklega láta loka herstöðinni í Keflavík. Rumsfeld hefur verið sakaður um að hafa staðið illa að brottförinni, rætt málið ekki við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum ónærgætni. Það var eftir að viðræður milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga að rekstri herstöðvarinnar hófust árið 2005. Þær viðræður stóðu yfir allt til vorsins 2006 þegar skyndilega var tilkynnt að herstöðinni yrði lokað. Robert G. Loftis, sem fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali árið 2016 að sú skipun hefði borist frá Rumsfeld og það hefði komið öllum á óvart. Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Rumsfeld settist í helgan stein árið 2008. Hann starfaði fyrst fyrir Richard Nixon árið 1969. Þá varð Rumsfeld eini maðurinn sem hefur tvisvar sinnum verið varnarmálaráðherra. Fyrst varð hann ráðherra 1975 til 1977 og varð hann þá yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (43). Hann var aftur ráðherra 2001 til 2006 og þá var hann elsti varnarmálaráðherrann (74), samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann gerði svo tilraun til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1988 en það tókst honum ekki. Í raun þykir árangur hans þar hafa verið einstaklega slæmur. Í tilkynningu frá fjölskyldu Rummy, eins og hann var oft kallaður, segir að hann hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni. Washington Post segir hann hafa dáið vegna krabbameins í beinmerg. Hann skilur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn. A statement from the family of Donald Rumsfeld: pic.twitter.com/AlKYxVvqgF— Donald Rumsfeld (@RumsfeldOffice) June 30, 2021 Níu mánuðum eftir að Rumsfeld tók varnarmálaráðuneytinu var árásin gerð á Tvíburaturnana í New York og ráðuneytið sjálft í september 2001. Í kjölfar þess gerðu Bandaríkin innrás í Afganistan en Talibanar, sem þá stjórnuðu ríkinu, stóðu þétt við bakið á al-Qaeda. Árið 2002 byrjuðu meðlimir ríkisstjórnar George W. Bush að beina sjónum sínum að Írak og var gerð innrás í landið árið 2003. Sú innrás er talin hafa komið verulega niður á umsvifum Bandaríkjanna í Afganistan og gefið Talibönum tækifæri á að skjóta aftur upp kollinum. Innrásin í Írak fór ekki eftir áætlunum og hefur Rumsfeld verið gagnrýndur fyrir að hunsa ráðleggingar viðvaranir forsvarsmanna hersins í aðdraganda árásarinnar. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma skipulagningu í kjölfar innrásarinnar og slæm viðbrögð við skæruhernaði í Írak. Þar að auki var Rumsfeld harðlega gagnrýndur eftir að fjölmiðlar vörpuðu ljósi á hræðilega meðferð á föngum í Ghraib fangelsinu alræmda. Lét loka herstöðinni í Keflavík Rumsfeld stýrði einnig brottför bandarískra hermanna frá íslandi á árum áður og vildi hann sérstaklega láta loka herstöðinni í Keflavík. Rumsfeld hefur verið sakaður um að hafa staðið illa að brottförinni, rætt málið ekki við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum ónærgætni. Það var eftir að viðræður milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga að rekstri herstöðvarinnar hófust árið 2005. Þær viðræður stóðu yfir allt til vorsins 2006 þegar skyndilega var tilkynnt að herstöðinni yrði lokað. Robert G. Loftis, sem fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali árið 2016 að sú skipun hefði borist frá Rumsfeld og það hefði komið öllum á óvart.
Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira