Sport

Bolt á núna Þrumu og Eldingu

Sindri Sverrisson skrifar
Usain Bolt og Kasi Bennett með börnunum sínum þremur.
Usain Bolt og Kasi Bennett með börnunum sínum þremur. Instagram/@kasi.b

Usain Bolt, fljótasti maður sögunnar, og kona hans Kasi Bennett greindu frá því á samfélagsmiðlum að þau hefðu eignast tvíbura.

Parið átti fyrir dótturina Olympia Lightning sem fæddist í maí í fyrra. Ólympíunafnið tengist sjálfsagt því að Usain Bolt er ein af mestu goðsögnum í sögu Ólympíuleikanna, með átta gullverðlaun fyrir spretthlaup. Hann varð ólympíumeistari í 100 og 200 metra hlaupi á þrennum Ólympíuleikum í röð og á heimsmetið í báðum greinum.

Með „Eldingu“ þegar til staðar fékk annar nýju erfingjanna nafnið „Þruma“, eða Thunder. Hinn var nefndur í höfuðið á föður sínum, Saint Leo, en það er millinafn Usains Bolt.

Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 en á enn heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupi. Hann vann alls 23 gullverðlaun á stórmótum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.