Erlent

Níu stúlkur létust í Ala­bama vegna Clau­dette

Árni Sæberg skrifar
Hitabeltislægðin Claudette veldur miklum skaða í Alabama um þessar mundir.
Hitabeltislægðin Claudette veldur miklum skaða í Alabama um þessar mundir. Vísir/AFP

Hitabeltislægðin Claudette geisar í Alabama í Bandaríkjunum um þessar mundir. Tíu létust í gær í bílsslysi sem orsakaðist af lægðinni.

Alvarlegt 15 bíla bílslys varð í gær vegna mikillar bleytu á vegum. Mikil rigning hefur verið í ríkinu vegna hitabeltislægðarinnar Claudette. 

Tíu létust í slysinu, þar af níu börn. Átta stúlkur létust í hópferðabíl á vegum embættis lögreglustjórans í Alabama. Stúlkurnar voru á leið heim úr vikulangri strandferð en þær voru allar skjólstæðingar Tallapoosa County Girls Ranch sem er heimili fyrir stúlkur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Einn starfsmaður heimilisins var í bílnum og hann liggur nú á spítala. Ekkert hefur verið gefið út um líðan hans.

„Þetta er mesti harmleikur sem ég hef upplifað á ævinni,“ sagði Michael Smith, framkvæmdarstjóri heimilisins, í samtali við AP fréttastofuna. 

Fleiri létust í gær

Auk þeirra átta sem létust í hópferðabílnum, létust tvö önnur í sama bílslysinu. Faðir á þrítugsaldri og níu mánaða gömul dóttir hans.

Þá létust karlmaður á þrítugsaldri og þriggja ára gamall drengur þegar tré féll á hús þeirra í útjaðri Tuscaloosaborgar. Tréð féll í hvirfilbyli sem orsakaðist af lægðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×