Innlent

Slasaði svif­vængjamaðurinn fluttur á brott með þyrlu

Kristín Ólafsdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa
Hinn slasaði var borinn um borð þyrlu og fluttur til aðhlynningar.
Hinn slasaði var borinn um borð þyrlu og fluttur til aðhlynningar.

Allar björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag vegna slasaðs svifvængjamanns á Búrfelli í Þjórsárdal. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang á þriðja tímanum og hlúðu að konunni, sem flutt var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi.

Mikill viðbúnaður var vegna útkallsins en sjúkraflutningamenn frá Suðurlandi voru einnig kallaðir út. Konan slasaðist eitthvað í óhappinu en á vettvangi var grunur um beinbrot.

Þyrlan lenti á spítalnum með konuna rétt eftir klukkan þrjú, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Björgunin gekk vel og aðstæður góðar á vettvangi.

Uppfært klukkan 16:39.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×