Sport

Það var erfitt að missa tvo lykilvarnarmenn út í meiðsli

Andri Már Eggertsson skrifar
Aron Kristjánsson var afar svekktur með silfrið
Aron Kristjánsson var afar svekktur með silfrið Vísir/Hulda Margrét

Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var afar svekktur með tap í úrslitum gegn Val eftir góða deildarkeppni.

„Það er mjög svekkjandi að enda þetta svona. Veturinn hefur verið góður fram að þessum síðustu leikjum, við höfum spilað vel lengst af í mótinu en því miður þáðum við ekki okkar besta fram í þessu einvígi," sagði Aron Kristjánsson.

Haukar urðu deildarmeistarar þar töpuðu þeir aðeins tveimur leikjum en í úrslitakeppninni töpuðu þeir þremur leikjum.

„Á móti lendum við í því að þeir keyrðu hratt á okkur sem gerði okkur erfitt fyrir, við fengum ekki markvörslu ásamt því að missa lykil varnarmenn í meiðsli þá Stefán Rafn og Brynjólf."

„Það er erfitt að breyta til á ögurstundu. Við áttum þó augnablik í seinni hálfleik þar sem við gátum jafnað leikinn en við fórum illa að ráði okkar og gerðum okkur erfitt fyrir."

Þetta er langlengsta tímabilið sem allir hafa tekið þátt í og viðurkenndi Aron að þetta mót hefur verið erfitt fyrir alla.

„Þetta er búið að vera mjög krefjandi, mótið stoppaði oft, við þurftum að halda öllum á tánum í þessum pásum. Þetta tímabil hefur verið krefjandi fyrir alla en þá var ánægjulegt að tvö bestu liðin Haukar og Valur léku til úrslita," sagði Aron Kristjánsson að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.