Þrjú hundruð manna samkomutakmarkanir og eins metra regla frá 15. júní Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2021 10:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Samkomutakmarkanir munu miðast við þrjú hundruð manns frá 15. júní næstkomandi og þá kemur eins metra regla í stað tveggja metra reglu. Reglugerðin mun gilda í tvær vikur, til 29. júní, en stefnt er að því að búið verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands um næstu mánaðamót. Frá þessu greindi Svandís Svavardóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís sagði að á allt að 300 manna samkomum geti fólk setið hlið við hlið og gildir eins metra regla því ekki á slíkum samkomum. Skemmtistaðir mega vera opnir til miðnættis og gestir þurfa að vera farnir út klukkan eitt. Ráðherra segir að stefnt verði að því að um næstu mánaðamót verði búið að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Þá stendur til að langveikum börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára verði boðið upp á bólusetningu um miðjan mánuð. „Við erum að breyta innanlands frá og með 15. [júní], það er í næstu viku. Það eru tilslakanir þá úr 150 í 300. Fjarlægðarreglan fer úr tveimur metrum í einn og hún verður felld niður á sitjandi viðburðum. Það er enginn fjarlægðarregla á sitjandi viðburðum. Veitingahús eru opin til miðnættis og svo klukkutími til að tæma,“ segir Svandís. Klippa: Svandís tilkynnir tilslakanir innanlands Grímaskylda á viðburðum og annað. Hvað verður um hana? „Það er eins og verið hefur á sitjandi viðburðum.“ Hvaða takmarkanir verða í gangi þá? „Í raun og veru þessar. Það eru ennþá 300 og svo þessi metersregla. Við erum að slaka í áttina að því að slakað á alveg. Ég var með minnisblað líka í ríkisstjórn um framband bólusetninga. Það er þannig að 25. júní munum við hafa boðið öllum að koma í fyrstu bólusetningu.“ Óbreytt ástand á landamærum í tvær vikur til viðbótar Svandís segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi í minnisblaði lagt til óbreytt ástand á landamærunum, til mánaðamóta. „Hann leggur líka til að við höfum ákveðinn fyrirsjáanleika um hvað gerist þá. Þá munum við hætta að skima bólusetta og hætta að skima börn og svo framvegis. Við gerum áfram ráð fyrir sóttkví, neikvætt PCR-próf og sóttkví á milli. Fyrri og síðari próf fyrir þau sem eru ekki með vottorð á landamærum í tvær vikur þar til viðbótar. Vonandi sýnir einhvern fyrirsjáanleika,“ segir Svandís. Fréttin hefur verið uppfærð. Tilkynningin á vef heilbrigðisráðuneytisins Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður 1 metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar á reglugerð um takmarkanir á samkomum innanlands og eru þær í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að staðan hér á landi varðandi heimsfaraldur Covid-19 sé góð. Frá 25. maí síðastliðnum þegar gildandi reglur voru settar hafi 42 einstaklingar greinst með Covid-19 innanlands, þar af 25 í sóttkví. Síðustu daga hafi daglegum tilfellum fækkað mikið og enginn greinst utan sóttkvíar þrátt fyrir að mörg sýni hafi verið greind. „Það er því ljóst að þakka má útbreiddum bólusetningum á Íslandi og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem við erum nú að sjá þó að ljóst sé að veiran er enn til staðar í samfélaginu“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Nærri 200.000 manns hafa fengið a.m.k. eina bóluefnasprautu og rúmlega 100.000 manns eru fullbólusettir. Rúmlega 90% þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa fengið a.m.k. eina bólusetningu en tæplega 50% þeirra sem eru yngri en 50 ára. Sóttvarnalæknir segir enn nokkuð vanta upp á að gott hjarðnæmi náist meðal yngra fólks og því þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til hærra hlutfall yngra fólks hefur verið bólusett. Einnig bendir hann á að um 3 vikur tekur að fá góða vernd eftir fyrstu bólusetningu. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. júní: Almennar fjöldatakmarkanir 300 manns. Börn fædd 2015 og síðar áfram undanþegin. Nándarregla einn metri í stað tveggja. Sitjandi viðburðir: Engin krafa um nándarmörk. Áfram grímuskylda og að hámarki 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Með sitjandi viðburðum er átt við leikhús, íþróttaviðburði, athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga, ráðstefnur og viðlíka. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 23 til miðnættis. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 01.00. Gildistími: Reglugerð sem felur í sér ofangreindar breytingar á samkomutakmörkunum innanlands mun gilda til og með þriðjudagsins 29. júní næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Frá þessu greindi Svandís Svavardóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís sagði að á allt að 300 manna samkomum geti fólk setið hlið við hlið og gildir eins metra regla því ekki á slíkum samkomum. Skemmtistaðir mega vera opnir til miðnættis og gestir þurfa að vera farnir út klukkan eitt. Ráðherra segir að stefnt verði að því að um næstu mánaðamót verði búið að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Þá stendur til að langveikum börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára verði boðið upp á bólusetningu um miðjan mánuð. „Við erum að breyta innanlands frá og með 15. [júní], það er í næstu viku. Það eru tilslakanir þá úr 150 í 300. Fjarlægðarreglan fer úr tveimur metrum í einn og hún verður felld niður á sitjandi viðburðum. Það er enginn fjarlægðarregla á sitjandi viðburðum. Veitingahús eru opin til miðnættis og svo klukkutími til að tæma,“ segir Svandís. Klippa: Svandís tilkynnir tilslakanir innanlands Grímaskylda á viðburðum og annað. Hvað verður um hana? „Það er eins og verið hefur á sitjandi viðburðum.“ Hvaða takmarkanir verða í gangi þá? „Í raun og veru þessar. Það eru ennþá 300 og svo þessi metersregla. Við erum að slaka í áttina að því að slakað á alveg. Ég var með minnisblað líka í ríkisstjórn um framband bólusetninga. Það er þannig að 25. júní munum við hafa boðið öllum að koma í fyrstu bólusetningu.“ Óbreytt ástand á landamærum í tvær vikur til viðbótar Svandís segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi í minnisblaði lagt til óbreytt ástand á landamærunum, til mánaðamóta. „Hann leggur líka til að við höfum ákveðinn fyrirsjáanleika um hvað gerist þá. Þá munum við hætta að skima bólusetta og hætta að skima börn og svo framvegis. Við gerum áfram ráð fyrir sóttkví, neikvætt PCR-próf og sóttkví á milli. Fyrri og síðari próf fyrir þau sem eru ekki með vottorð á landamærum í tvær vikur þar til viðbótar. Vonandi sýnir einhvern fyrirsjáanleika,“ segir Svandís. Fréttin hefur verið uppfærð. Tilkynningin á vef heilbrigðisráðuneytisins Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður 1 metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar á reglugerð um takmarkanir á samkomum innanlands og eru þær í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að staðan hér á landi varðandi heimsfaraldur Covid-19 sé góð. Frá 25. maí síðastliðnum þegar gildandi reglur voru settar hafi 42 einstaklingar greinst með Covid-19 innanlands, þar af 25 í sóttkví. Síðustu daga hafi daglegum tilfellum fækkað mikið og enginn greinst utan sóttkvíar þrátt fyrir að mörg sýni hafi verið greind. „Það er því ljóst að þakka má útbreiddum bólusetningum á Íslandi og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem við erum nú að sjá þó að ljóst sé að veiran er enn til staðar í samfélaginu“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Nærri 200.000 manns hafa fengið a.m.k. eina bóluefnasprautu og rúmlega 100.000 manns eru fullbólusettir. Rúmlega 90% þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa fengið a.m.k. eina bólusetningu en tæplega 50% þeirra sem eru yngri en 50 ára. Sóttvarnalæknir segir enn nokkuð vanta upp á að gott hjarðnæmi náist meðal yngra fólks og því þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til hærra hlutfall yngra fólks hefur verið bólusett. Einnig bendir hann á að um 3 vikur tekur að fá góða vernd eftir fyrstu bólusetningu. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. júní: Almennar fjöldatakmarkanir 300 manns. Börn fædd 2015 og síðar áfram undanþegin. Nándarregla einn metri í stað tveggja. Sitjandi viðburðir: Engin krafa um nándarmörk. Áfram grímuskylda og að hámarki 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Með sitjandi viðburðum er átt við leikhús, íþróttaviðburði, athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga, ráðstefnur og viðlíka. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 23 til miðnættis. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 01.00. Gildistími: Reglugerð sem felur í sér ofangreindar breytingar á samkomutakmörkunum innanlands mun gilda til og með þriðjudagsins 29. júní næstkomandi.
Tilkynningin á vef heilbrigðisráðuneytisins Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður 1 metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar á reglugerð um takmarkanir á samkomum innanlands og eru þær í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að staðan hér á landi varðandi heimsfaraldur Covid-19 sé góð. Frá 25. maí síðastliðnum þegar gildandi reglur voru settar hafi 42 einstaklingar greinst með Covid-19 innanlands, þar af 25 í sóttkví. Síðustu daga hafi daglegum tilfellum fækkað mikið og enginn greinst utan sóttkvíar þrátt fyrir að mörg sýni hafi verið greind. „Það er því ljóst að þakka má útbreiddum bólusetningum á Íslandi og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem við erum nú að sjá þó að ljóst sé að veiran er enn til staðar í samfélaginu“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Nærri 200.000 manns hafa fengið a.m.k. eina bóluefnasprautu og rúmlega 100.000 manns eru fullbólusettir. Rúmlega 90% þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa fengið a.m.k. eina bólusetningu en tæplega 50% þeirra sem eru yngri en 50 ára. Sóttvarnalæknir segir enn nokkuð vanta upp á að gott hjarðnæmi náist meðal yngra fólks og því þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til hærra hlutfall yngra fólks hefur verið bólusett. Einnig bendir hann á að um 3 vikur tekur að fá góða vernd eftir fyrstu bólusetningu. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. júní: Almennar fjöldatakmarkanir 300 manns. Börn fædd 2015 og síðar áfram undanþegin. Nándarregla einn metri í stað tveggja. Sitjandi viðburðir: Engin krafa um nándarmörk. Áfram grímuskylda og að hámarki 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Með sitjandi viðburðum er átt við leikhús, íþróttaviðburði, athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga, ráðstefnur og viðlíka. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 23 til miðnættis. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 01.00. Gildistími: Reglugerð sem felur í sér ofangreindar breytingar á samkomutakmörkunum innanlands mun gilda til og með þriðjudagsins 29. júní næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira