Innlent

Íbúum fjölgar í Reykjavík og Kópavogi en fækkar í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íbúum Hafnarfjarðar fækkaði um 203.
Íbúum Hafnarfjarðar fækkaði um 203.

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 721 á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. júní sl. og í Kópavogi fjölgaði um 439 á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum.

Þar má einnig sjá að íbúum á Akureyri fjölgaði um sextíu en það syrti hinsvegar í álin í Hafnarfirði þar sem varð fækkun upp á 203 íbúa og á Seltjarnarnesi fækkaði um 69. 

Hlutfallslega varð fjölgunin mest í Árneshreppi eða um 12,5 prósent á tímabilinu þótt fjölgunin sé einungis fimm einstaklingar, enda fámennur hreppur. Næst kemur Tjörneshreppur með 8,9% fjölgun sem er líkt og með Árneshrepp lítilsháttar fjölgun í hausum talið eða um 5 íbúa. 

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Ásahreppi um 5,8% og Fljótsdalshreppi um 5,1%. Þá fækkaði íbúum í 30 sveitarfélögum af 69 á ofangreindu tímabili.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.