Þurfa að handvinna gögn úr leghálssýnatökum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 23:14 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir enn talsverða bið eftir að tölvukerfi, sem samræmi gögn úr leghálsskimunum, komist í gagnið. Vísir/Baldur Tæknilegir erfiðleikar við úrvinnslu leghálssýna hafa orðið til þess að biðtími eftir niðurstöðum úr leghálssýnatöku hefur lengst talsvert frá því að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við verkefninu. Forstjóri heilsugæslunnar segir að ekki verði hægt að laga þetta fyrr en á síðari hluta þessa árs. Þetta kom fram í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar ræddu Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Erna Bjarnadóttir, stofnandi Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, stöðu leghálssýna. Óskar sagði að vandamálið fælist helst í úrvinnslu upplýsinga um konur sem eiga sér sögu um krabbamein. Yngri konur, sem eigi sér ekki sögu um leghálskrabbamein, hefðu ekki lent í sömu stöðu þar sem ekki þyrfti að keyra saman upplýsingar um þær úr gömlum og úr sér gengnum gagnagrunni. „Þessi vinnsla gengur mjög auðveldlega þegar engin saga er fyrir. Þegar konurnar eru frískar og það er engin saga í heilsufarssögunni en þegar eitthvað er þá þarf að handvinna þetta allt saman til að fara inn í gömlu skimunarskrána sem er svolítið þreytt og þarf að endurnýja,“ sagði Óskar í kvöld. Því hafi konur, sem eigi sér sögu um leghálskrabbamein eða frumubreytingar, þurft að bíða lengur eftir niðurstöðum úr leghálssýnatöku. Bíður enn hálfu ári eftir að sýni var tekið Mikilli óánægju hefur verið lýst yfir á fyrrnefndum hópi, Aðför að heilsu kvenna, vegna yfirfærslu leghálsskimana frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar Heilsugæslan tók við skimununum voru um 2400 sýni, sem tekin höfðu verið hjá Krabbameinsfélaginu, sem enn átti eftir að greina. Enn bíða margar þessara kvenna niðurstöðu úr sýnatökunni, samkvæmt umræðum á Facebook-hópnum. „Þegar við erum til dæmis með dæmi eins og konu sem hefur greinst þrisvar með krabbamein og bíður enn eftir svari úr skimun sem hún fór fyrst í 27. nóvember, þá er þetta ekki eins og þetta á að vera,“ sagði Eva, stofnandi hópsins. „Það væri hægt að gera þetta hér á landi“ Þegar Heilsugæslan tók við skimununum var tekin ákvörðun um að gera samning við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á sýnunum, í stað þess að gera samning við Landspítala. Erna gagnrýnir það harðlega. „Þessi ákvörðun um að færa greininguna á sýnunum til Danmerkur á einhverjum „dummy-kennitölum“ gerir það að verkum að læknarnir sem eru að vinna með konurnar þeir eiga engan kost á að hafa samband við rannsakendurna. Þeir hafa engan kost á að biðja um það að frumusýni sem var tekið og skoðað fyrir hálfu ári eða ári sé tekið og borið saman við nýja sýnið. Þetta var hægt á meðan þetta var gert hér á landi og væri hægt að gera ef þetta væri gert hér á Landspítalanum,“ sagði Erna. Til stendur að nota sama tölvukerfi til þess að geyma upplýsingar um sýnatöku og niðurstöðu leghálssýna og hefur verið notað í tengslum við bólusetningar fólks gegn Covid-19 hér á landi. Það mun hins vegar ekki komast í gagnið fyrr en eftir einhvern tíma. „Ég held því miður að það taki lengri tíma en við þorðum að vona. Þarfagreiningin er í gangi núna og það gæti tekið sumarið, og svo forritun út frá því og svo er hægt að vinna á skilvirkari og hraðari hátt á eftir,“ sagði Óskar. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum. 1. júní 2021 12:34 Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10 Þykir leitt að yfirfærslan gekk ekki sem skyldi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ferlið við greiningar á leghálssýnum í Danmerku ganga betur með hverri vikunni sem líður. 31. maí 2021 13:46 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar ræddu Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Erna Bjarnadóttir, stofnandi Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, stöðu leghálssýna. Óskar sagði að vandamálið fælist helst í úrvinnslu upplýsinga um konur sem eiga sér sögu um krabbamein. Yngri konur, sem eigi sér ekki sögu um leghálskrabbamein, hefðu ekki lent í sömu stöðu þar sem ekki þyrfti að keyra saman upplýsingar um þær úr gömlum og úr sér gengnum gagnagrunni. „Þessi vinnsla gengur mjög auðveldlega þegar engin saga er fyrir. Þegar konurnar eru frískar og það er engin saga í heilsufarssögunni en þegar eitthvað er þá þarf að handvinna þetta allt saman til að fara inn í gömlu skimunarskrána sem er svolítið þreytt og þarf að endurnýja,“ sagði Óskar í kvöld. Því hafi konur, sem eigi sér sögu um leghálskrabbamein eða frumubreytingar, þurft að bíða lengur eftir niðurstöðum úr leghálssýnatöku. Bíður enn hálfu ári eftir að sýni var tekið Mikilli óánægju hefur verið lýst yfir á fyrrnefndum hópi, Aðför að heilsu kvenna, vegna yfirfærslu leghálsskimana frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar Heilsugæslan tók við skimununum voru um 2400 sýni, sem tekin höfðu verið hjá Krabbameinsfélaginu, sem enn átti eftir að greina. Enn bíða margar þessara kvenna niðurstöðu úr sýnatökunni, samkvæmt umræðum á Facebook-hópnum. „Þegar við erum til dæmis með dæmi eins og konu sem hefur greinst þrisvar með krabbamein og bíður enn eftir svari úr skimun sem hún fór fyrst í 27. nóvember, þá er þetta ekki eins og þetta á að vera,“ sagði Eva, stofnandi hópsins. „Það væri hægt að gera þetta hér á landi“ Þegar Heilsugæslan tók við skimununum var tekin ákvörðun um að gera samning við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á sýnunum, í stað þess að gera samning við Landspítala. Erna gagnrýnir það harðlega. „Þessi ákvörðun um að færa greininguna á sýnunum til Danmerkur á einhverjum „dummy-kennitölum“ gerir það að verkum að læknarnir sem eru að vinna með konurnar þeir eiga engan kost á að hafa samband við rannsakendurna. Þeir hafa engan kost á að biðja um það að frumusýni sem var tekið og skoðað fyrir hálfu ári eða ári sé tekið og borið saman við nýja sýnið. Þetta var hægt á meðan þetta var gert hér á landi og væri hægt að gera ef þetta væri gert hér á Landspítalanum,“ sagði Erna. Til stendur að nota sama tölvukerfi til þess að geyma upplýsingar um sýnatöku og niðurstöðu leghálssýna og hefur verið notað í tengslum við bólusetningar fólks gegn Covid-19 hér á landi. Það mun hins vegar ekki komast í gagnið fyrr en eftir einhvern tíma. „Ég held því miður að það taki lengri tíma en við þorðum að vona. Þarfagreiningin er í gangi núna og það gæti tekið sumarið, og svo forritun út frá því og svo er hægt að vinna á skilvirkari og hraðari hátt á eftir,“ sagði Óskar.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum. 1. júní 2021 12:34 Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10 Þykir leitt að yfirfærslan gekk ekki sem skyldi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ferlið við greiningar á leghálssýnum í Danmerku ganga betur með hverri vikunni sem líður. 31. maí 2021 13:46 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum. 1. júní 2021 12:34
Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1. júní 2021 08:10
Þykir leitt að yfirfærslan gekk ekki sem skyldi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ferlið við greiningar á leghálssýnum í Danmerku ganga betur með hverri vikunni sem líður. 31. maí 2021 13:46