Gagnrýna manneklu á sjúkrahúsum og seinagang stjórnkerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2021 10:46 Félag sjúkrahúslækna segir óvissu um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks hafa áhrif á störf þeirra dag hvern. Vísir/Vilhelm Félag sjúkrahúslækna segir að álag á starfsstéttinni sé óviðunandi. Fjöldi lækna sem starfi á sjúkrahúsum landsins sé ekki ásættanlegur og tryggja þurfi eðlilegt framboð sjúkrarúma sömuleiðis. Þá ályktaði félagið um úrbætur á réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, sem félagið segir ekki nógu skýra. Þetta segir í annarri ályktun félagsins, sem hélt aðalfund sinn í gær. Þá var kjörið í stjórn á fundinum, en hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður, né Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gáfu kost á sér til endurkjörs. „[Félagið] hvetur stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til þess að tryggja að mönnun lækna sé fullnægjandi svo starfsálag sé ásættanlegt. Starfsumhverfi lækna þarf að styðja við fagleg vinnubrögð þannig að öryggi sjúklinga sé ávallt í öndvegi,“ segir í ályktun félagsins. „Óviðunandi álag á vinnustað getur haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna og leitt til skertrar starfsgetu. Til að tryggja öryggi á vinnustað er einnig mikilvægt að tryggja eðlilegt framboð sjúkrarúma og þar með lækka meðalnýtingu þeirra til samræmis við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.“ Gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu Félagið segir í annarri ályktun, um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, að tryggja þurfi hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins. Þá sé réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks ekki nógu skýr. „Eftir alvarlegt atvik á Landspítalanum árið 2012 var heilbrigðisstarfsmaður í fyrsta skipti á Íslandi ákærður fyrir andlát sjúklings. Umræddur starfsmaður var á endanum sýknaður, en afleiðingar þessarar ákæru hafa enn í dag áhrif á daglegt líf starfsmanna á Landspítalanum,“ segir í ályktuninni. Í kjölfar málsins var starfshópur stofnaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins og var hlutverk hans að stuðla að úrbótum í málum sem þessum innan heilbrigðiskerfisins. „Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilaði sínum tillögum árið 2015 en í þeim er óskað eftir talsverðum úrbótum á þessum málaflokki. Í dag, sex árum síðar, hafa engar úrbætur orðið á réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í ályktuninni. Félagið segir seinaganginn í stjórnkerfinu, sem sjáist í þessu máli, óásættanlegan. „Það er krafa Félags sjúkrahúslækna að strax verði gengið í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins og að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð.“ Nýr formaður, gjaldkeri og ritari kjörinn Á aðalfundinum var einnig kjörið í embætti formanns og gjaldkera, eins og áður segir. Theódór Skúli Sigurðsson var kjörinn formaður og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Theódór hefur setið í stjórn félagsins frá aðalfundi 2020, þar sem hann var kjörinn ritari, og þurfti því að kjósa nýjan ritara í hans stað. Margrét Dís Óskarsdóttir var kjörin ritari og mun hún sinna því starfi í eitt ár. Í stjórn félagsins sitja nú Theódór Skúli, formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður, Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Dís Óskarsdóttir, ritari, og Ragnheiður Baldursdóttir, meðstjórnandi. Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Þetta segir í annarri ályktun félagsins, sem hélt aðalfund sinn í gær. Þá var kjörið í stjórn á fundinum, en hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður, né Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gáfu kost á sér til endurkjörs. „[Félagið] hvetur stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til þess að tryggja að mönnun lækna sé fullnægjandi svo starfsálag sé ásættanlegt. Starfsumhverfi lækna þarf að styðja við fagleg vinnubrögð þannig að öryggi sjúklinga sé ávallt í öndvegi,“ segir í ályktun félagsins. „Óviðunandi álag á vinnustað getur haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna og leitt til skertrar starfsgetu. Til að tryggja öryggi á vinnustað er einnig mikilvægt að tryggja eðlilegt framboð sjúkrarúma og þar með lækka meðalnýtingu þeirra til samræmis við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.“ Gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu Félagið segir í annarri ályktun, um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, að tryggja þurfi hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins. Þá sé réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks ekki nógu skýr. „Eftir alvarlegt atvik á Landspítalanum árið 2012 var heilbrigðisstarfsmaður í fyrsta skipti á Íslandi ákærður fyrir andlát sjúklings. Umræddur starfsmaður var á endanum sýknaður, en afleiðingar þessarar ákæru hafa enn í dag áhrif á daglegt líf starfsmanna á Landspítalanum,“ segir í ályktuninni. Í kjölfar málsins var starfshópur stofnaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins og var hlutverk hans að stuðla að úrbótum í málum sem þessum innan heilbrigðiskerfisins. „Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilaði sínum tillögum árið 2015 en í þeim er óskað eftir talsverðum úrbótum á þessum málaflokki. Í dag, sex árum síðar, hafa engar úrbætur orðið á réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í ályktuninni. Félagið segir seinaganginn í stjórnkerfinu, sem sjáist í þessu máli, óásættanlegan. „Það er krafa Félags sjúkrahúslækna að strax verði gengið í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins og að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð.“ Nýr formaður, gjaldkeri og ritari kjörinn Á aðalfundinum var einnig kjörið í embætti formanns og gjaldkera, eins og áður segir. Theódór Skúli Sigurðsson var kjörinn formaður og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Theódór hefur setið í stjórn félagsins frá aðalfundi 2020, þar sem hann var kjörinn ritari, og þurfti því að kjósa nýjan ritara í hans stað. Margrét Dís Óskarsdóttir var kjörin ritari og mun hún sinna því starfi í eitt ár. Í stjórn félagsins sitja nú Theódór Skúli, formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður, Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Dís Óskarsdóttir, ritari, og Ragnheiður Baldursdóttir, meðstjórnandi.
Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira