KA-menn reyna miklu miklu fleiri klókar sendingar en Víkingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 16:00 Ásgeir Sigurgeirsson og félagar í KA reyna mikið að komast í gegnum varnir andstæðingana með því að skera boltann í gegnum varnarlínuna. Vísir/Hulda Margrét KA og Víkingur eru hlið við hlið í stigatöflu Pepsi Max deildarinnar en þeir eru á sitthvorum enda töflunnar yfir klókar sendingar. Wyscout tölfræðiveitan leikgreinir leiki Pepsi Max deildar karla og þar kemur oft margt forvitnilegt í ljós. Þar sem KA tekur á móti Víkingi í fimmtu umferðinni á Dalvík í kvöld er áhugavert að skoða eina tölfræðitöflu þar sem liðin gætu ekki verið ólíkari. Fólkið á Wyscout tekur saman svokallaðar klókar sendingar eða „smart passes“ eins og þeir nefna þetta á ensku. Skilgreiningin á klókri sendingu er skapandi sending í gegnum vörnina sem er tilraun til að brjóta upp varnarlínu mótherjanna og skapa sínu liði forskot í viðkomandi sókn. Á ensku er það: „A creative and penetrative pass that attempts to break the opposition's defensive lines to gain a significant advantage in attack“ Í þessum tölfræði þá eru lið KA og Víkings á sitthvorum enda töflunnar. Ekkert félag hefur reynt fleiri klókar sendingar en KA í þessum fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla. KA liðið hefur alls reynt 32 slíkar sendingar og er með mikla yfirburði. Það eru sjö fleiri en FH sem er í öðru sæti og 24 fleiri en Víkingar sem reka lestina. Víkingsliðið hefur nefnilega aðeins fengið skráðar á sig átta klókar sendingar í þessum fjórum fyrstu leikjum. Það er fjórum færra en næsta lið sem er ÍA. 41 prósent þessara sendinga hafa heppnast hjá KA-mönnum sem er það fimmta besta en Valsmenn reyna kannski fáar klókar sendingar (13 í 4 leikjum) en 54 prósent þeirra hafa heppnast. Þannig hafa líka helmingur þessa átta klóku sendinga hjá Víkingum ratað rétta leið sem skilar liðinu öðru til þriðja sæti í skilvirkni með Fylki. Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8 Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og verður hægt að horfa á hann beint á stod2.is. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05 en á undan verður Pepsi Max upphitun á sömu stöð frá klukkan 18.45. Eftir leikinn verður síðan Pepsi Max Stúkan á dagskrá. Það verður einnig hægt að horfa á hina þrjá leiki kvöldsins í beinni á stod2.is en það eru eftirtaldir leikir: HK-ÍA (klukkan 18.00), Fylkir-Keflavík (20.00) og Valur-Leiknir R.(20.15). Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Wyscout tölfræðiveitan leikgreinir leiki Pepsi Max deildar karla og þar kemur oft margt forvitnilegt í ljós. Þar sem KA tekur á móti Víkingi í fimmtu umferðinni á Dalvík í kvöld er áhugavert að skoða eina tölfræðitöflu þar sem liðin gætu ekki verið ólíkari. Fólkið á Wyscout tekur saman svokallaðar klókar sendingar eða „smart passes“ eins og þeir nefna þetta á ensku. Skilgreiningin á klókri sendingu er skapandi sending í gegnum vörnina sem er tilraun til að brjóta upp varnarlínu mótherjanna og skapa sínu liði forskot í viðkomandi sókn. Á ensku er það: „A creative and penetrative pass that attempts to break the opposition's defensive lines to gain a significant advantage in attack“ Í þessum tölfræði þá eru lið KA og Víkings á sitthvorum enda töflunnar. Ekkert félag hefur reynt fleiri klókar sendingar en KA í þessum fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla. KA liðið hefur alls reynt 32 slíkar sendingar og er með mikla yfirburði. Það eru sjö fleiri en FH sem er í öðru sæti og 24 fleiri en Víkingar sem reka lestina. Víkingsliðið hefur nefnilega aðeins fengið skráðar á sig átta klókar sendingar í þessum fjórum fyrstu leikjum. Það er fjórum færra en næsta lið sem er ÍA. 41 prósent þessara sendinga hafa heppnast hjá KA-mönnum sem er það fimmta besta en Valsmenn reyna kannski fáar klókar sendingar (13 í 4 leikjum) en 54 prósent þeirra hafa heppnast. Þannig hafa líka helmingur þessa átta klóku sendinga hjá Víkingum ratað rétta leið sem skilar liðinu öðru til þriðja sæti í skilvirkni með Fylki. Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8 Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og verður hægt að horfa á hann beint á stod2.is. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05 en á undan verður Pepsi Max upphitun á sömu stöð frá klukkan 18.45. Eftir leikinn verður síðan Pepsi Max Stúkan á dagskrá. Það verður einnig hægt að horfa á hina þrjá leiki kvöldsins í beinni á stod2.is en það eru eftirtaldir leikir: HK-ÍA (klukkan 18.00), Fylkir-Keflavík (20.00) og Valur-Leiknir R.(20.15). Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira