Erlent

Á­ætla að fuglar heims séu um 50 milljarðar

Atli Ísleifsson skrifar
Áströlsku vísindamennirnir áætla að fuglar á jörðinni séu um sex sinnum fleiri en menn.
Áströlsku vísindamennirnir áætla að fuglar á jörðinni séu um sex sinnum fleiri en menn. Getty

Ástralskir vísindamenn áætla að fuglar heims séu nú um 50 milljarðar talsins, eða um sex sinnum fleiri en menn. Algengustu tegundirnar séu gráspörvar og evrópskir starrar.

Niðurstöður rannsóknarinnar var birt í vísindatímaritinu Proceedings of the US National Academy of Sciences, þar sem unnið var með 9.700 þekktar fuglategundir hvaðanæva úr heiminum, sem vísindamennirnir töldu ná yfir um 92 prósent tegunda fugla.

Í greininni segir að magnmæling sé bæði erfið og tímafrek. Notast hafi verið við talningu á ákveðnum tegundum á skilgreindum svæðum þar sem stuðst var við nærri milljarð færslna í fuglagagnagrunninum eBird.

Gráspörvarnir fjölmennastir

William Cornwell, aðstoðarprófessor við Háskólann í Nýju Suður-Wales sem leiddi rannsóknina, segir að ein niðurstaðan sé að til séu fjölmargar sjaldgæfar tegundir sem undirstriki nauðsyn þess að áfram kortleggja fjölda fugla af hverri tegund og hvernig opnir gagnagrunnar geti aðstoðað við slíkt verk. 

„Með því að telja saman fjöldaáætlun hverrar tegundar teljum við að fjöldi fugla í heiminum sé um 50 milljarðar,“ segir Cornwell. 

Samkvæmt rannsókninni eru gráspörvar fjölmennastir, um 1,6 milljarðar talsins, evrópski starrinn kemur næstur með um 1,3 milljarða fugla. Hringmáfarnir eru samkvæmt talningunni 1,2 milljarðar og landsvölur um 1,1 milljarður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×