Tíska og hönnun

Þessi hlutu viðurkenningar á FÍT-verðlaununum í ár

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Brot af þeim verkefnum sem hlutu FÍT verðlaunin rétt í þessu.
Brot af þeim verkefnum sem hlutu FÍT verðlaunin rétt í þessu. Samsett

FÍT verðlaunin 2021 voru afhent rétt í þessu í rafrænu streymi og var sýnt frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Verðlaunin eru á vegum Félags Íslenskra teiknara og eru afhent í tuttugasta skipti í ár.

FÍT verðlaunin eru fagverðlaun og hlutverk þeirra er að finna það sem skarar fram úr í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi ár hvert. Lista yfir alla verðlaunahafa má finna hér neðar í fréttinni. 

„Þátttaka í keppninni í ár var aðeins minni en á árinu á undan, en nú voru innsendingar um 400 talsins sem skiptast niður í 21 flokk,“ segir Gísli Arnarsson formaður FÍT.  Metfjöldi innsendinga var í keppnina á síðasta ári eins og fjallað var um hér á Vísi, en þær voru heldur færri í ár.

„Helstu ástæður fyrir fækkun á innsendingum eru vegna minni aðsóknar í nemendaflokk en þar fóru innsendingar úr þrjátíu í tíu á milli ára. Sú þróun er ekki jákvæð þróun því FÍT leggur mikið upp úr því að halda sterku sambandi við nemendur og er fulltrúi nemenda í stjórn FÍT á hverju ári.“

Útsendinguna má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.

Innsendingar í keppninni eru dæmdar af fagfólki, grafískra hönnuða og myndskreyta sem er raðað í dómnefndir eftir sínu sérsviði. Í hverri dómnefnd er svo skipaður formaður og tryggt er að í nefndinni séu einstaklingar úr ólíkum áttum og að kynjahlutfall sé jafnt. 25 einstaklingar sátu í dómnefndum í ár.

„Dómnefndin dæmir eingöngu út frá faglegum forsendum og verðlaun eru aðeins veitt ef verk þykir vera framúrskarandi og því ekki sjálfgefið að verðlaun séu veitt í öllum flokkum. Sömuleiðis er á valdi dómnefndar að ákveða hvort veittar séu viðurkenningar og hversu mörg verk hljóti tilnefningu í hverjum flokki,“ útskýrir Gísli. 

Breytingar voru gerðar á dómnefndarstörfunum í ár, en stærsta breytingin var sú að dómarar voru búnir að fara yfir öll verkefni hver í sínu lagi, áður en kom að dómnefndardeginum. Mikil ánægja var meðal dómara með þetta breytta fyrirkomulag sem skilaði sér í dýpri og faglegri umræðu um verkefnin. Það má því ætla að þessi breyting sé komin til að vera.

„Fyrir hönd stjórnar FÍT þökkum við öllum þeim meðlimum og öðrum sem áttu verkefni í keppni 2021 fyrir sterkar og góðar innsendingar. Einnig fá dómarnir 25 góðar þakkir sem lögðu mikinn metnað í að velja það sem best þótti gert í grafískri hönnun á árinu,“ segir Gísli.

Lista yfir alla sem hlutu viðurkenningu í ár má finna hér fyrir neðan, ásamt umsögn dómnefnda.

FÍT

FÍT verðlaunin 2021

Stakar myndlýsingar

 • Silfurverðlaun
 • Lög allra landsmanna — Stuðmenn
 • Hrafn Gunnarsson
 • Davíð Arnar Baldursson
 • Brandenburg

Ekki annað hægt en að fara í gott skap. Hressandi litir og æðisgengin týpógrafía kemur manni strax í stuð og hálfa leið á ball. Mjög vönduð útfærsla á frumlegri hugmynd.

Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir

 • Gullverðlaun
 • Sæt saman í 100 ár — Nói Síríus
 • Þorvaldur Sævar Gunnarsson
 • Brandenburg

Svakalega metnaðarfullt og vandað verkefni. Hátíðlegt yfirbragð og rómantísk stemning dregur áhorfandann inn í klassískan myndheim. Tíðarandinn er fangaður með fallegum teikningum sem flæða eins og ljúfur dans til áhorfandans. Listilega vel framkvæmt í alla staði.

 • Gullverðlaun
 • Við erum öll almannavarnir — Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis
 • Davíð Terrazas
 • Viktoría Buzukina
 • Hvíta húsið

Hér hefur tekist einstaklega vel að setja skemmtilega líflegan tón á alvarlegt málefni. Myndhöfundi hefur tekist að skapa myndrænt mál sem höfðar og talar til allra. Virkilega sterk ímynd sem kemur erfiðum skila­boðum skýrt á framfæri.

Myndlýsingaröð

 • Gullverðlaun
 • Nærbuxnavélmennið — Forlagið
 • Sigmundur B. Þorgeirsson

Hér er sko líf og fjör. Allt stútfullt af stórskemmtilegum teikningum þar sem smáatriðin fá að njóta sín. Kaotísk en á sama tíma fókuseruð myndbygging sem nær ótrú­lega góðu jafnvægi. Öryggi teiknarans skín í gegn og augljóst að hér er mikil ástríða og fagmennska á ferðinni.

 • Silfurverðlaun
 • Sjávarakademían – Sjávarklasinn
 • Emil Ásgrímsson
 • Arnar Fells
 • Arnar Ingi Viðarsson
 • Emil, Arnar & Arnar

Einstaklega falleg og frumleg framsetning sem steinliggur efnislega. Andstæður tveggja heima birtast í kraftmikilli litapalletu þar sem listræn framsetning fær að njóta sín.

Veggspjöld

 • Silfurverðlaun
 • Þriðji póllinn — Elsku Rut
 • Atli Sigursveinsson
 • Alexandra Baldursdóttir

Myndlýsing í hæsta gæðaflokki sem hæfir viðfangs­efninu og rímar vel við titil myndarinnar. Vel útfært og sannfærandi í flokki kvikmyndaplakata.

Bókakápur

 • Silfurverðlaun
 • Two lands, one poet — Hin kindin bókaútgáfa
 • Helgi Páll Melsted
 • Becky Forsythe

Yfirveguð framsetning, fallegur gripur og velígrundað efnisval.

 • Silfurverðlaun
 • ÓraVídd – Sigurður Árni Sigurðsson — Listasafn Reykjavíkur
 • Ármann Agnarsson

Fáguð kápa sem endurspeglar innihald bókarinnar á sannfærandi hátt.

Bókahönnun

 • Gullverðlaun
 • Konur sem kjósa — Aldarsaga — Sögufélag
 • Snæfríð Þorsteins
 • Hildigunnur Gunnarsdóttir
 • Agnar Freyr Stefánsson
 • Snæfríð & Hildigunnur, Hönnunarstúdíó

Einstaklega sannfærandi prentgripur sem setur ný við­­mið í framsetningu sem höfðar til stærri lesenda­hóps. Vel er hugað að efnisvali, framsetningu mynda og letri sem kemur saman í aðgengilegri og eigulegri útgáfu.

 • Silfurverðlaun
 • Tímaritið Dunce — Tímaritið Dunce
 • Helga Dögg
 • Helga Dögg Studio

Áhugaverður prentgripur sem hvetur til óhefðbundinnar og ófyrirsjáanlegrar framsetningar efnis. Vel er hugað að framleiðslu og efnisvali.

Upplýsingahönnun

 • Silfur verðlaun
 • Leiðakerfi Strætó — Strætó
 • Anton Jónas Illugason
 • Atli Þór Árnason
 • Helena Rut Sveinsdóttir
 • Hörður Lárusson
 • Simon Viðarsson
 • Kolofon

Jákvæð þróun á leiðarkerfi Strætó, sannfærandi heildarbragur og mikil bót í samgöngum.

Umhverfisgrafík

 • Gullverðlaun
 • Endurspeglum mannlífið — Reykjavíkurborg & Veitur
 • Ólafur Þór Kristinsson
 • TVIST

Frumleg og skemmtileg leið til að fá áhorfandann til þess að taka þátt í að endurspegla sjálfan sig í mannlífi miðbæjarins. Skemmtilegt að tengja þekkt einkenni úr listaverki við götuna við merkingar á upplýsingagrafík.

Silfur verðlaun

 • Landvættir á Laugardalsvelli — KSÍ
 • Dóri Andrésson
 • Hrafn Gunnarsson
 • Þorgeir K. Blöndal
 • Brandenburg

Falleg smáatriði og frábær tenging nýja merkis KSÍ við Laugardalsvöll, leikinn sjálfan og umhverfið.

Silfur verðlaun

Þitt nafn bjargar lífi — Íslandsdeild Amnesty International

Elsa Nielsen

Sigrún Gylfadóttir

Alex Jónsson

Kontor Reykjavík

Áhrifamikil lausn sem færir alvarleg mannréttindabrot inn í verndaðan íslenskan veruleika með einföldum leik að letri og tungumáli.

Stakar auglýsingar fyrir prentmiðla

 • Gullverðlaun
 • Jóker — Kjörís
 • Hrafn Gunnarsson
 • Jón Ari Helgason
 • Dóra Haraldsdóttir
 • Berglind Gunnarsdóttir
 • Brandenburg

Auglýsingin var birt þegar Hildur Guðnadóttir vann verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum. Snjöll og einstaklega skemmtileg hugmynd þar sem unnið er með það sem er að gerast í samfélaginu á sama tíma og auglýsingin var birt.

 • Silfurverðlaun
 • Þitt nafn bjargar lífi — Íslandsdeild Amnesty International
 • Elsa Nielsen
 • Sigrún Gylfadóttir
 • Alex Jónsson
 • Kontor Reykjavík

Sterk, grípandi og einstaklega vel heppnuð hugmynd fyrir viðfangsefnið og miðilinn. Einföld en sterk aug­lýsing sem er einstaklega vel útfærð og hreyfir við manni. Skemmtilegt framhald frá því árinu áður en nú með nýjum leik.

 • Silfurverðlaun
 • Cheerios síðan 1945 — Nathan Olsen
 • Hjörvar Harðarson
 • ENNEMM

Falleg og vel útfærð hugmynd fyrir vöruna. Einstak­lega fallegar ljósmyndir sem sýna persónuleg en ólík augnablik með vörunni.

Auglýsingaherferðir

 • Gullverðlaun
 • Allir úr! — Nova
 • Jón Ari Helgason
 • Dóra Haraldsdóttir
 • Jón Ingi Einarsson
 • Þorvaldur Sævar Gunnarsson
 • Brandenburg

Herferð sem þorir að fara alla leið út frá einfaldri setningu — á tveimur hæðum. Leið sem vekur mikið umtal og athygli en fær fólk á sama tíma til að tala um líkamsvirðingu og ímynd. Konseptið að allir eru alls­konar skín í gegn en það tekur ekki yfir söluvöruna og kosti hennar. Hún var einnig mjög vel leyst á þeim miðlum sem leyfa ekki nekt.

 • Silfurverðlaun
 • Vertu á staðnum — Nova
 • Jón Ari Helgason
 • Dóra Haraldsdóttir
 • Jón Ingi Einarsson
 • Þorvaldur Sævar Gunnarsson
 • Eyrún Eyjólfsdóttir Steffens
 • Brandenburg

Áferðarfalleg og hipp auglýsingaherferð með fullt af nostalgíu. Vel útfærðar og litríkar myndir og skemmtileg nálgun á grafík sem endurspeglast yfir í alla miðla. Herferð sem fær mann til að brosa og á sama tíma að hugsa sinn gang.

 • Silfurverðlaun
 • Cheerios síðan 1945 — Nathan Olsen
 • Hjörvar Harðarson
 • Jón Árnason
 • ENNEMM

Skemmtileg hugmynd sem tengir vöruna þjóðar­sálinni­ og fær fólk til að hugsa um eigin tengsl við það sem verið er að auglýsa. Herferð sem virkar vel í öllum miðlum, stafrænum sem og hefðbundnum.

Geisladiskar og plötur

 • Gullverðlaun
 • Hjaltalín ∞ — Hjaltalín
 • Sigurður Oddsson
 • Gabríel Bachmann
 • Siggi Odds

Einstaklega heilsteypt verk. Sterkur myndheimur sem nýtur sín í mismunandi miðlum; leturframsetning, myndlýsingar og ljósmyndir einstaklega sannfærandi. Mjög áhrifaríkt samspil myndlistar, tónlistar og grafískrar hönnunar.

 • Silfurverðlaun
 • GDRN — GDRN
 • Sigurður Oddsson
 • Siggi Odds

Minnisstætt og áferðarfagurt verk. Ljósmynd og letur virka vel í heilsteyptri framsetningu sem rímar vel við innihald plötunnar.

 • Silfurverðlaun
 • Neyslutrans – Hatari
 • Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
 • Ingi Kristján

Myndmál Hatara hefur fest sig í sessi og grafískar útfærslur verið í jákvæðri þróun og njóta sín vel í fágaðri útgáfu í veglegum prentgrip.

Firmamerki

 • Gullverðlaun
 • Latibule — Latibule
 • Aron Freyr Heimisson

Merkið táknar á einfaldan hátt felustað eða öruggt skjól sem hentar vel fyrir verkefnið. Formgerð þess vísar bæði í einsemd og náttúru og inniheldur tákn um hið einstaka. Vel útfærð teikning og gott jafnvægi í merki sem virkar vel í öllum stærðum.

 • Silfurverðlaun
 • KSÍ — Landsliðið – KSÍ
 • Dóri Andrésson
 • Hrafn Gunnarsson
 • Þorgeir K. Blöndal
 • Brandenburg

Vel útfært merki sem setur þjóðartáknin í nútímalegt form. Sterk og nokkuð agressíf táknmynd fyrir lið sem hafði þegar mótað sér ákveðna ásýnd í huga fólks með vísanir í þjóðararfinn. Ekki var þó full samstaða innan dómnefndar varðandi merkið.

 • Silfurverðlaun
 • GDRN — GDRN
 • Sigurður Oddsson
 • Siggi Odds

Gott jafnvægi í merki sem nær að tengja saman hið nútímalega og klassíska. Ný nálgun á týpógrafíu. Óvenjuleg nálgun á merki. Frjálsari notkun á merki en þekkist almennt.

Menningar- og viðburðamörkun

 • Gullverðlaun
 • Útskriftarhátíð LHÍ 2020 — Listaháskóli Íslands
 • Helgi Páll Melsted
 • Ármann Agnarsson

Nútímalegt, lifandi og áberandi einkenni fyrir viðburð sem snýst umfram allt um sköpunarkraft útskriftar­nemendanna. Með einkenninu tekst vel til að tákna breidd, kraft og fjölbreytileika nemendanna eingöngu með týpógrafíu, lit og hreyfingu. Einkenni sem þetta er einstakt að því leyti að það fær að tákna nútímann og tíðarandann án þess að skammast sín fyrir. Ein­kenninu tekst að hámarka nýtingu á mjög fáum elementum og mynda áhrifaríka heild.

 • Silfurverðlaun
 • Listahátíð í Reykjavík — Listahátíð í Reykjavík
 • Viktor Weisshappel Vilhjálmsson,
 • Albert Muñoz
 • Ulysses

Klassískt merki Ágústu Pétursdóttur fyrir Listahátíð í Reykjavík er sett í nútímalegan hátíðarbúning og fært yfir í fjórðu víddina. Myndefni listamannanna fær að njóta sín vel og týpógrafían er einföld en sterk og elementin vinna vel saman fyrir verkefnið. Skemmtilegt hefði verið að sjá fleiri útfærslur í lifandi miðlum — verkefnið virðist hafa getað orðið enn sterkara í út­færslu ef árið hefði ekki farið eins og það fór.

Mörkun fyrirtækja

 • Gullverðlaun
 • Mörkun Genki Instruments — Genki Instruments
 • Þorleifur Gunnar Gíslason

Heildstætt og sannfærandi einkenni fyrir fyrirtæki sem vinnur á mörkum tækni og hönnunar en snýr umfram allt að mannlegri tjáningu og sköpunarkrafti. Grunnurinn er sígildur, sterkur og nútímalegur en útfærslur á umbúðum, gagnvirkum forritum og öðru efni sýna að einkennið er nógu opið til að takast á við ný og spennandi verkefni og vöxt í framtíðinni.

 • Silfurverðlaun
 • Mikki refur — Mikki refur
 • Helgi Páll Melsted

Einkennið fangar á látlausan hátt hinn frjálslega og geðþóttalega anda sem ríkir á þessum litla náttúru­vínsbar. Gott dæmi um að nýta eitt mjög sterkt element á áhrifaríkan hátt og láta það nægja.Mörkunin hentar vel fyrir staðinn og starfsemina.

 • Silfurverðlaun
 • Stafræn mörkun Reykjavíkur — Þjónustu- og Nýsköpunarsvið Reykjavíkur
 • Jónas Valtýsson
 • Erla María Árnadóttir
 • Jón Frímannsson

Merki og ásýnd Reykjavíkur er með verkefninu loks fært í nútímalegt form stafrænna miðla. Upplifun borgarbúa er höfð að leiðarljósi með afstofnana­væðingu helstu snertiflata á vefjum borgarinnar með hlýlegu, vinalegu en traustu yfirbragði. Notkun ein­kennisins á stórum gagnagrunni af litríkum og skemmti­legum myndskreytingum, vinalegri íkonó­grafíu og litsterkum grafískum elementum jaðrar við að vera of breiður, en virkar vel í hinum ýmsu og margþættu útfærslum. Gefur Reykjavík fjölbreytt, lifandi og skapandi yfirbragð.

 • Silfurverðlaun
 • Landsvirkjun — Landsvirkjun
 • Anton Jónas Illlugason
 • Atli Þór Árnason
 • Helena Rut Sveinsdóttir
 • Hörður Lárusson
 • Simon Viðarsson
 • Kolofon

Vel útfærð nútímauppfærsla á þessu þekkta einkenni. Til fyrirmyndar og eftirbreytni að halda í merki sem hefur fest sig í sessi, en taka týpógrafíu föstum, nú­tíma­legum tökum. Mjög vel útfærð leturfjölskylda einkennisins vegur hvað þyngst í nýju einkenni og nær að fanga í senn traust og stofnanalega þyngd en einnig flæði og organíska mýkt sem vísar í upp-runa orkunnar sem Landsvirkjun fangar: náttúruna.

Hreyfigrafík

 • Gullverðlaun
 • Sæt saman í 100 ár — Nói Síríus
 • Hrafn Gunnarsson
 • Þorvaldur Sævar Gunnarsson
 • Eyrún Eyjólfsdóttir Steffens
 • Ásgerður Karlsdóttir
 • Gunnhildur Karlsdóttir
 • Brandenburg

Fagrar teikningar setja tóninn og við erum leidd í gegnum söguna á samfelldan máta með áhuga­verðum tengingum milli atriða. Vandað handverk þar sem ný smáatriði koma í ljós við hvert áhorf. Sannkallað augnakonfekt.

 • Silfurverðlaun
 • Room 4.1 — Borgarleikhúsið
 • Hrafn Gunnarsson
 • Gísli Arnarson
 • Þorvaldur Sævar Gunnarsson
 • Guðmundur Pétursson
 • Brandenburg

Dáleiðandi hreyfing á myndum sem setja kraftmikinn tón fyrir verkið. Framkvæmd og útfærsla er metnaðar­full sem skilar sér sýnilega í lokaafurðinni.

 • Silfurverðlaun
 • Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum — Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
 • Björn Daníel Svavarsson
 • Hvíta húsið

Skapandi lausnir eru á frásögn með myndmáli sem styður mjög vel við efnistök. Útfærslan er litrík en ber jafnframt yfirvegaðan tón.

Gagnvirk miðlun

 • Gullverðlaun
 • Næsta stopp — Borgarlínan
 • Anton Jónas Illugason
 • Atli Þór Árnason
 • Helena Rut Sveinsdóttir
 • Hörður Lárusson
 • Simon Viðarsson
 • Kolofon

Gott dæmi um upplýsingaþungt viðfangsefni sem sett er fram á fallegan og aðgengilegan hátt. Maður fær á tilfinninguna að hægt væri að grúska endalaust í efninu án þess þó að finnast það yfirþyrmandi. Nær til allra markhópa og skilur eftir jákvætt viðhorf gagnvart við­fangsefninu.

 • Silfurverðlaun
 • Gríma — Íslandsdeild Amnesty International
 • Elsa Nielsen
 • Sigrún Gylfadóttir
 • Alex Jónsson
 • Gísli Þórólfsson
 • Kontor Reykjavík

Hér er gagnvirk miðlun nýtt á góðan máta til að styðja við grunnhugmynd átaksins. Notandinn kemst í aðal­hlutverk og getur dreift skilaboðum Amnesty innan síns hóps.

Vefsíður

 • Silfurverðlaun
 • Vopnafjarðarhreppur — Vopnafjarðarhreppur
 • Atli Þór Árnason
 • Hörður Lárusson
 • Kolofon

Góð stafræn lausn og þægilegt að rata um. Öflug leitarvirkni, skynsamleg framsetning og góð nýting á plássi. Aðgengilegar og hagnýtar upplýsingar fyrir íbúa á einum stað.

 • Silfurverðlaun
 • Spangir.is – LBE tannréttingar
 • Atli Þór Árnason
 • Hörður Lárusson
 • Simon Viðarsson
 • Kolofon

Einfaldur, skemmtilegur og fallegur vefur með skýra efnisframsetningu. Sker sig úr og er ólíkur sam­keppninni. Framsetning á verðsamanburði er afar skýr. Vefurinn virkar vel fyrir þá sem þurfa á þjónustunni að halda.

Opinn flokkur

 • Gullverðlaun
 • LV Sans — Landsvirkjun
 • Atli Þór Árnason
 • Gabriel Markan
 • Hörður Lárusson
 • Simon Viðarsson
 • Kolofon

Týpógrafía vegur sífellt þyngra í mörkun fyrirtækja og verður æ mikilvægara fyrir fyrirtæki að marka sér sérstöðu með einkennandi letri. LV Sans er fyrir­myndar­dæmi um stórt fyrirtæki eða stofnun sem sér hag sinn í því að láta gera fyrir sig eigin leturfjölskyldu, og marka sér þannig sérstöðu í týpógrafíu. Hin vel útfærða letur­fjölskylda Landsvirkjunar vegur hvað þyngst í nýrri upp­færslu á einkenni og nær að fanga í senn traust og stofnanalega þyngd en einnig flæði og organíska mýkt sem vísar í uppruna orkunnar sem Landsvirkjun fangar: náttúruna.

Opinn stafrænn flokkur

 • Gullverðlaun
 • Vörumerkjahandbók Landsvirkjunar — Landsvirkjun
 • Anton Jónas Illlugason
 • Atli Þór Árnason
 • Helena Rut Sveinsdóttir
 • Hörður Lárusson
 • Simon Viðarsson
 • Kolofon

Snyrtilegt, skýrt og setur ný viðmið fyrir önnur fyrirtæki. Notendagildið er augljóst. Virkilega vel  leyst.

 • Gullverðlaun
 • Hjaltalín ∞ — Hjaltalín
 • Sigurður Oddsson
 • Gabríel Bachmann
 • Siggi Odds

Fagurt og einkennandi myndefni af styttu sem vísar í arfleifð hljómsveitarinnar prýðir plötuumslagið. Umslagið er útfært á skemmtilegan hátt fyrir nútímabirtingarmynd á streymisveitum.

 • Silfurverðlaun
 • Arkio — Arkio
 • Jónas Valtýsson
 • Erla María Árnadóttir
 • Erla & Jónas

Snjallt tól sem skapar ákveðinn leik og samspil við hönnun bygginga. Tákn og viðmót hönnunar-tólsins eru bæði skýr og skilvirk og skyggja ekki á sköpunarverkið.

Nemendaflokkur

 • Gullverðlaun
 • Gata Sans leturgerð — Útskriftarverkefni
 • Simon Viðarsson

Mjög metnaðarfullt og sannfærandi letur með skýrt markmið og notkunarmöguleika. Framúrskarandi verkefni sem setur fordæmi í leturhönnun fyrir skiltakerfi innanlands og er gaman að sjá eiga framhaldslíf utan skóla.

 • Gullverðlaun
 • Ég þarf að segja þér svolítið
 • Elísabet Rún

Heildstætt og áhugavert verk sem vekur athygli á þarfri umræðu í samfélaginu. Sterk heildarmynd með vel unnum blæbrigðum og heldur athygli lesandans.

 • Silfurverðlaun
 • vitahringur/vítahringur — Útskriftarverkefni
 • Markús Bjarnason
 • Skemmtileg upplifun og útfærsla á vínylplötu. Ný og óvænt nálgun á hreyfingu í leturframsetningu.


Tengdar fréttir

FÍT verðlaunin 2021 afhent í streymi

Í dag verður tilkynnt hverjir hljóta verðlaun í FÍT Keppninni 2021. Félag íslenskra teiknara stendur fyrir FÍT keppninni ár hvert þar sem bestu verk grafískrar hönnunar eru verðlaunuð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.