Innlent

Lögregla tvisvar kölluð að Landspítala vegna vandræða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
_VIL9279
Vísir/Vilhelm

Lögregla var tvívegis kölluð út í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða á Landspítala. Í fyrra skiptið að Hringbraut og í seinna skiptið í Fossvog.

Í báðum tilvikum reyndust viðkomandi í annarlegu ástandi og báðir voru vistaðir í fangageymslum þar til rynni af þeim.

Um miðnætti var lögregla síðan kölluð til vegna einstaklings sem var að valda vandræðum í hverfi 105 og fór eins fyrir honum og hinum tveimur.

Um kl. 17.40 var tilkynnt um eld í íbúð í miðbænum, engin slys urðu á fólki en töluvert tjón á eigninni. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í sama hverfi rétt fyrir kl. 21.

Nokkur fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.