Sport

Dag­­skráin í dag: Úr­slita­keppnin hefst í Domino´s deild kvenna og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bæði Valur og Haukar eru í eldlínunni í Domino´s deild kvenna í dag.
Bæði Valur og Haukar eru í eldlínunni í Domino´s deild kvenna í dag. Vísir/Hulda Margrét

Alls eru sjö beinar útsendingar á dagskrá Stöð 2 Sport í dag og kvöld. Þar ber helst að nefna að úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í körfubolta fer af stað.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.05 hefst leikur Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppninni. Liðin enduðu í 2. og 3. sæti og því má reikna með hörkuleik.

Klukkan 20.05 færum við okkur á Hlíðarenda þar sem deildarmeistarar Vals mæta Fjölni. Klukkan 22.00 er svo komið að Domino´s Körfuboltakvöldi þar sem farið verður ítarlega yfir leikina tvo.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 10.00 er Opna Suður-Afríska Investec-mót kvenna á dagskrá. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni í golfi.

Stöð 2 Golf

Breska meistaramótið í golfi er á dagskrá klukkan 12.30. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 19.30 er AT&T Byron Nelson mótið á dagskrá.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 20.00 hefst Vodafonedeildin í CS:GO.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.