Innlent

Fimm útköll vegna sinubruna eða óvarkárni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögregla segir að sinubruninn á Laugarnestanga hafi verið á afmörkuðu svæði og því ekki mikil hætta af honum. 
Lögregla segir að sinubruninn á Laugarnestanga hafi verið á afmörkuðu svæði og því ekki mikil hætta af honum.  Vísir/Leifur Wilberg

Lögreglan var kölluð til vegna sinubruna á Laugarnestanganum í gækvöldi rétt fyrir miðnættið. Í skeyti lögreglu segir að um afmarkaðan bruna hafi verið að ræða.

Klippa: Sinubruni á Laugarnesi

Fyrr um kvöldið hafði lögregla einnig verið kölluð til í Kópavogi vegna tveggja drengja sem voru að kveikja í pappír við Vatnsendablett. Slökkviliðið var einnig kallað á vettvang enda hætta á að eldurinn bærist í gróður sem er mikill á svæðinu. 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vekur einnig máls á eldhættunni sem nú er. 

Á síðasta sólahring hafa verið 6 útköll á dælubíla og 5 af þeim vegna sinubruna eða hættu á sinu vegna óvarkárni eins og opnum eldstæðum eða grillum á viðkvæmu svæðum. 

„Við viljum biðja fólk um að fara sérstaklega varlega á þessum viðkvæma tíma fyrir gróður og fuglalífið,“ segja slökkviliðsmenn. 

Þá var lögreglan kölluð að veitingahúsi í miðbænum vegna meintra fjársvika en þar hafði gestur fengið afgreiddar veitingar sem hann gat síðan ekki greitt fyrir. 

Einnig var tilkynnt um innbrot í ljósmyndavöruverslun þar sem hurð hafði verið spennt upp og verðmætum munum stolið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.