Innlent

Vopnaðir menn reyndu að brjótast inn á Grensásvegi

Kjartan Kjartansson skrifar
Töluvert var af hávaðaútköllum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, þar á meðal eitt vegna háværs fugls.
Töluvert var af hávaðaútköllum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, þar á meðal eitt vegna háværs fugls. Vísir/Vilhelm

Tveir vopnaðir menn sem tilkynnt var um að reyndu að brjótast inn í húsnæði á Grensásvegi í gærkvöldi voru handteknir skömmu síðar í leigubifreið.

Greint er frá málinu í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um húsbrotið klukkan 21:11 í gærkvöldi en hvorki fylgir sögunni hvað mönnunum gekk til né hvernig þeir voru vopnaðir.

Töluvert var um útköll vegna hávaða í gærkvöldi og nótt. Ekki reyndust þó öll slík málin alvarleg. Skömmu fyrir klukkan 19:00 í gærkvöldi var tilkynnt um að „skrítin“ hljóð bærust frá íbúð í Hafnarfirði líkt og barn hefði öskrað. Í ljós kom að þar var fugl á ferðinni.

Skömmu fyrir klukkan 23:00 í gærkvöldi barst tilkynning um unglingapartý við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem væri opinn eldur. Sérstaklega hefur verið varað við hættu á gróðureldum undanfarna daga vegna viðvarandi þurrks og fólk hvatt til að fara gætilega með eld. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk á þriðjudagskvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×