Innlent

Þrír börðu aldraðan mann til óbóta með bareflum

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn lá í blóði sínu þegar lögregluþjóna bar að garði.
Maðurinn lá í blóði sínu þegar lögregluþjóna bar að garði. Vísir/Vilhelm

Aldraður maður var barinn til óbóta af þremur mönnum sem réðust að honum með bareflum í austurbænum í dag. Mennirnir stálu ýmsum munum af manninum og brutu gleraugu hans. Maðurinn lá í blóði sínu þegar lögregluþjóna bar að garði.

Í dagbók lögreglu segir að vitað sé hverjir voru að verki og að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

Þar er einnig sagt frá því að maður hafi gengið inn í verslun í Árbæ í dag og hótað þar fólki og verið með yfirgang við viðskiptavini og starfsfólk. Hann fór svo ekki að fyrirmælum lögreglu og var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Einnig barst lögreglunni tilkynning um ökumann sem hafði tekið bensín og gleymt að taka dæluna úr áfyllingaropi bílsins. Sá reyndist svo undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður var stöðvaður í dag vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum áður. Annar ökumaður sem var stöðvaður reyndist óhæfur í akstri vegna neyslu lyfja.

Þá var ekið á hjólreiðamann í Kópavogi. Í dagbókinni segir að hann hafi hlotið óveruleg meiðsli og að hjálmur hans hafi bjargað miklu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×