Tíska og hönnun

Sara Dögg innanhússhönnuður selur útsýnisíbúðina

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Grái liturinn er áberandi í íbúð Söru Daggar innanhússhönnuðar.
Grái liturinn er áberandi í íbúð Söru Daggar innanhússhönnuðar. Samsett

Fagurkerinn og innanhúshönnuðurinn Sara Dögg Guðjónsdóttir hefur sett á sölu íbúðina sína í Naustabryggju í Reykjavík.

Sara Dögg er þekkt fyrir einstakan smekk og hefur síðustu ár veitt Íslendingum ráðgjöf varðandi innanhússhönnun. Hennar eigin stíll er dökkur og fallegur. Íbúðin í Naustabryggju er máluð með litum úr hennar eigin litakorti hjá Slippfélaginu, en grátóna liturinn Dögg sem er í stofunni hennar hefur verið mjög vinsæll síðustu mánuði. 

Sjávarútsýnið frá íbúðinni í Naustabryggju er einstaklega fallegt en eignin er sett á 56.900.000. Frekari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis en hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þessari smekklegu eign. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.