Sport

Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og tölvuleikir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukar mæta Valsmönnum í Domino's deildinni í kvöld.
Haukar mæta Valsmönnum í Domino's deildinni í kvöld.

Ítalski boltinn, spænski boltinn, Domino's deildin og GameTíví er það sem að sportrásirnar okkar bjóða upp á í kvöld.

Ítalski boltinn ríður á vaðið í kvöld þegar Torino fær Parma í heimsókn í sannkölluðum fallbaráttuslag á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:40. Parma er 11 stigum frá öruggu sæti nú þegar styttist í annan endann á tímabilinu og þurfa á sigri að halda. Torino er í 17.sæti með tvo leiki til góða og þurfa á stigunum að halda ef þeir ætla að halda sér í Serie A.

Sevilla og Athletic Bilbao mætast klukkan 18:55 á Stöð 2 Sport 4, en Sevilla á enn veika von á spænska meistaratitlinum. Með sigri eru þeir þrem stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, en Real Madrid og Barcelona eru einnig í baráttunni.

Valur og Haukar mætast klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport. Haukar geta komið sér upp úr fallsæti með sigri, en Valsmenn eru að reyna að tryggja sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Að leik loknum fer Domino's körfuboltakvöld í loftið.

Strákarnir í GameTíví fara í loftið klukkan 20:00 á Stöð 2 eSport.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×