Sport

Jóna Guð­laug sænskur meistari og í liði ársins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóna Guðlaug og stöllur hennar unnu þrennuna í ár.
Jóna Guðlaug og stöllur hennar unnu þrennuna í ár. Hylte/Halmstad

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir varð í gærkvöld sænskur meistari í blaki með liði sínu Hylte/Halmstad. Hin 32 ára gamla Jóna Guðlaug var einnig valin í lið ársins.

Hylte/Halmstad sigraði lið Engelholm í æsispennandi úrslitaleik, lokatölur 3-2. Jóna Guðlaug átti mjög góðan leik og segja má að þetta kóróni frábært tímabil hennar. Liðið landaði hinni eftirsóttu þrennu, liðið varð deildarmeistari, bikarmeistari og að lokum sænskur meistari.

Jóna Guðlaug hefur verið atvinnukona í yfir 15 ár of verið lykilmaður í liðum sem hafa orðið landsmeistarar í bæði Noregi og Svíþjóð. Þá lenti hún í 2. sæti þegar hún lék í Sviss.

Hennar helstu markmið núna er að tryggja sig inn á Ólympíuleikana 2024 í strandblaki ásamt Thelmu Grétarsdóttur en þær munu keppa á mótum víðsvegar um Evrópu í sumar til að láta þann draum verða að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×