Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lenskur körfu­bolti og hand­bolti

Anton Ingi Leifsson skrifar
KR mætir Þór í Þorlákshöfn í kvöld.
KR mætir Þór í Þorlákshöfn í kvöld.

Íslenski boltinn byrjaði aftur að rúlla í gær á sportrásum Stöðvar 2 og áfram heldur veislan í dag.

Grótta og KA mætast í fyrsta leiknum í Olís deild karla eftir hléið klukkan 15.50 en síðar í kvöld verður sýnt frá Domino’s deild karla.

Höttur og Valur mætast klukkan 18.05 og klukkan 20.05 er það stórleikur Þór Þorlákshafnar og KR. Domino’s Körfuboltakvöld kvenna og Domino’s tilþrifin eru einnig á dagskrá dagsins.

Barcelona er enn í toppbaráttunni á Spáni þar sem er mikil spenna. Þeir þurfa því þrjú stig er Getafe kemur í heimsókn klukkan 19.55.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.