Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur á Wembl­ey og NBA-meistararnir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea mætir Manchester City á Wembley í dag.
Chelsea mætir Manchester City á Wembley í dag. EPA-EFE/Jose Manuel Vidal

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag og hægt er að sitja í sófanum frá 11.30 fram á nótt.

Austrian Golf Open á Evróputúrnum hefst klukkan 11.30 en RBC Heritage er á dagskránni klukkan 17.00. Klukkan 23.00 er það svo LOTTE Championship á PGA-túrnum.

Það er nóg af fótbolta einnig á dagskránni í dag. Fjórir leikir eru í ítalska boltanum og einn í ensku B-deildinni er topplið Norwich mætir Bournemouth.

Stórleikur dagsins er hins vegar á Wembley þar sem Chelsea og Manchester City mætast í undanúrslitum enska bikarsins.

NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers mæta Utah Jazz í NBA körfuboltanum en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.