Körfubolti

NBA dagsins: Ótrú­leg flautu­karfa Luka, mögnuð frammi­staða Embi­id og Curry missir ekki marks

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Joel Embiid var frábær í liði Philadelphia 76ers í nótt.
Joel Embiid var frábær í liði Philadelphia 76ers í nótt. EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Það var að venju nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets mættust í toppslag Austurdeildarinnar, Luka Doncic skoraði eina mögnuðustu flautukörfu síðari ára og Stephen Curry hefur ekki enn kólnað.

Luka Dončić bjargaði sínum mönnum en Dallas var tveimur stigum undir þegar 1.8 sekúnda var eftir af leik liðsins gegn Memphis Grizzlies í nótt.

Joel Embiid skoraði 39 stig ásamt því að hirða 13 fráköst í sex stiga sigri Philadelphia 76ers á Brooklyn Nets. Kyrie Irving gerði 37 stig fyrir Nets.

Stephen Curry bauð svo upp á 42 stig í ótrúlegum sigri Golden State Warriors. Þar af skoraði hann 33 úr þriggja stiga skotum.

Klippa: NBA dagsins

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.