Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 07:29 Luka Dončić tryggði Dallas sigur með ótrúlegri flautukörfu. NBA Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. Þá vann Philadelphia 76ers frábæran sigur á Brooklyn Nets, 123-117, og Stephen Curry var að venju frábær í liði Golden State Warriors sem vann Oklahoma City Thunder, 147-109. Leikur Memphis og Dallas var frábær skemmtun. Dallas hafði gengið brösuglega undanfarið og þurfti á sigri að halda. Hann hefði vart getað orðið dramatískari. Eftir hnífjafnan leikvoru Dallas undir en með boltann þegar 1.8 sekúnda voru eftir á klukkunni. Luka Dončić fékk boltann, náði einhvern veginn skoti með annarri hendi er hann tróð sér á milli manna og viti menn, boltinn fór ofan í. Ótrúleg sigurkarfa hjá Dončić og Dallas vann leikinn 114-113. MAGICAL LUKA GAME-WINNER! Luka Doncic beats the trap, puts up the floater from behind the arc and knocks down the #TissotBuzzerBeater to lift the @dallasmavs! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/eOqyEGMg7T— NBA (@NBA) April 15, 2021 Slóveninn skoraði alls 29 stig í liði Dallas á meðan Grayson Allen var stigahæstur hjá Memphis með 23 stig. Philadelphia 76ers vann Brooklyn Nets í uppgjöri toppliða Austurdeildarinnar. Fyrir leik voru bæði lið búin að vinna 37 leiki og tapa 18. Fór það svo að Philadelphia vann sex stiga sigur, 123-117, þökk sé frábærri frammistöðu Joel Embiid. Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 39 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Enginn leikmaður á vellinum skoraði meira og enginn í hans eigin liði var nálægt tveggja stafa tölu í fráköstum. Hjá Nets var Kyrie Irving stigahæstur með 37 stig. Brooklyn Nets | 04.14.21 presented by @PALottery pic.twitter.com/uyiHQ5nLVZ— Philadelphia 76ers (@sixers) April 15, 2021 Stephen Curry skoraði 42 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst í stórsigri Golden State Warriors á Oklahoma City Thunder, 147-109. Þá var Draymon Green með þrefalda tvennu en hann skoraði 12 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 10 fráköst. STEPH CURRY 42 PTS in 29 MINS14/20 FG11/16 3PT8 AST6 REB0 TO 29 3PTS over his last 3 games pic.twitter.com/ZAqSLPMthY— Ballislife.com (@Ballislife) April 15, 2021 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í sigri Denver Nuggets á Miami Heat. Jokić skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst í 123-106 sigri Denver. Julius Randle skoraði 32 stig í 116-106 sigri New York Knicks á New Orleans Pelicans. Staðan í deildinni. Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 105-130 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 90-103 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 117-112 San Antonio Spurs Chicago Bulls 106-115 Orlando Magic Detroit Pistons 98-100 Los Angeles Clippers Houston Rockets 124-132 Indiana Pacers Sacramento Kings 111-123 Washington Wizards Körfubolti NBA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Þá vann Philadelphia 76ers frábæran sigur á Brooklyn Nets, 123-117, og Stephen Curry var að venju frábær í liði Golden State Warriors sem vann Oklahoma City Thunder, 147-109. Leikur Memphis og Dallas var frábær skemmtun. Dallas hafði gengið brösuglega undanfarið og þurfti á sigri að halda. Hann hefði vart getað orðið dramatískari. Eftir hnífjafnan leikvoru Dallas undir en með boltann þegar 1.8 sekúnda voru eftir á klukkunni. Luka Dončić fékk boltann, náði einhvern veginn skoti með annarri hendi er hann tróð sér á milli manna og viti menn, boltinn fór ofan í. Ótrúleg sigurkarfa hjá Dončić og Dallas vann leikinn 114-113. MAGICAL LUKA GAME-WINNER! Luka Doncic beats the trap, puts up the floater from behind the arc and knocks down the #TissotBuzzerBeater to lift the @dallasmavs! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/eOqyEGMg7T— NBA (@NBA) April 15, 2021 Slóveninn skoraði alls 29 stig í liði Dallas á meðan Grayson Allen var stigahæstur hjá Memphis með 23 stig. Philadelphia 76ers vann Brooklyn Nets í uppgjöri toppliða Austurdeildarinnar. Fyrir leik voru bæði lið búin að vinna 37 leiki og tapa 18. Fór það svo að Philadelphia vann sex stiga sigur, 123-117, þökk sé frábærri frammistöðu Joel Embiid. Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 39 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Enginn leikmaður á vellinum skoraði meira og enginn í hans eigin liði var nálægt tveggja stafa tölu í fráköstum. Hjá Nets var Kyrie Irving stigahæstur með 37 stig. Brooklyn Nets | 04.14.21 presented by @PALottery pic.twitter.com/uyiHQ5nLVZ— Philadelphia 76ers (@sixers) April 15, 2021 Stephen Curry skoraði 42 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst í stórsigri Golden State Warriors á Oklahoma City Thunder, 147-109. Þá var Draymon Green með þrefalda tvennu en hann skoraði 12 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 10 fráköst. STEPH CURRY 42 PTS in 29 MINS14/20 FG11/16 3PT8 AST6 REB0 TO 29 3PTS over his last 3 games pic.twitter.com/ZAqSLPMthY— Ballislife.com (@Ballislife) April 15, 2021 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í sigri Denver Nuggets á Miami Heat. Jokić skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst í 123-106 sigri Denver. Julius Randle skoraði 32 stig í 116-106 sigri New York Knicks á New Orleans Pelicans. Staðan í deildinni. Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 105-130 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 90-103 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 117-112 San Antonio Spurs Chicago Bulls 106-115 Orlando Magic Detroit Pistons 98-100 Los Angeles Clippers Houston Rockets 124-132 Indiana Pacers Sacramento Kings 111-123 Washington Wizards
Körfubolti NBA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira