Kominn með 29 þriggja stiga körfur í síðustu þremur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 13:00 Þessir tveir áttu mjög góðan leik er Golden State Warriors vann stórsigur í nótt. Stephen Curry [t.v.] skoraði 42 stig á meðan Draymond Green var með tvöfalda þrennu. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Stephen Curry hefur verið nær óstöðvandi í liði Golden State Warriors undanfarna þrjá leiki í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur skorað 133 stig á þeim tíma, þar af hafa 87 komið eftir þriggja stiga skot. Alls hefur Curry því sett niður 29 þriggja stiga körfur. Warriors eru á góðu skriði og hafa unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í hörku baráttu við Memphis Grizzlies um 8. sæti Vesturdeildarinnar en átta lið fara í úrslitakeppnina. Sem stendur hefur Memphis unnið 27 leiki og tapað 26 á meðan Golden State hefur unnið 27 og tapað 28. Það er deginum ljósara að ef liðið kemst í úrslitakeppnina verður það allt Curry að þakka. Hann varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur ekki látið staðar numið þar. Hann fór enn og aftur mikinn í nótt er Warriors pökkuðu Oklahoma City Thunder saman, lokatölur 147-109. Ásamt því að skora 42 stig gaf Curry átta stoðsendingar og tók sex fráköst. Alls setti þessi magnaði leikmaður 11 þriggja stiga skot niður í leiknum og það sem meira er, hann spilaði aðeins 29 af 48 mínútunum sem voru í boði. Steph Curry dropped 29 3-pointers over his last 3 games, the most over a 3-game span in NBA history 42 Pts, 11-16 3-Pt FG, W 53 Pts, 10-18 3-Pt FG, W 38 Pts, 8-15 3-Pt FG, W pic.twitter.com/rDW5PLj90A— ESPN (@espn) April 15, 2021 Klay Thompson, liðsfélagi Curry á metið yfir flestar þriggja stiga körfur í leik eða 14 talsins. Best á Curry 13 og hefði með fleiri spiluðum mínútum gegn OKC í nótt átt möguleika á að jafna, eða bæta metið. Eftir leikinn var Curry spurður út í metið. Hann sagði að sjálfsögðu væri það markmiðið, hann vildi fá metið sitt aftur. Miðað við hversu vel hefur gengið hjá Curry undanfarið væri fráleitt að veðja gegn því að metið verði hans á nýjan leik innan tíðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Sjá meira
Alls hefur Curry því sett niður 29 þriggja stiga körfur. Warriors eru á góðu skriði og hafa unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í hörku baráttu við Memphis Grizzlies um 8. sæti Vesturdeildarinnar en átta lið fara í úrslitakeppnina. Sem stendur hefur Memphis unnið 27 leiki og tapað 26 á meðan Golden State hefur unnið 27 og tapað 28. Það er deginum ljósara að ef liðið kemst í úrslitakeppnina verður það allt Curry að þakka. Hann varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur ekki látið staðar numið þar. Hann fór enn og aftur mikinn í nótt er Warriors pökkuðu Oklahoma City Thunder saman, lokatölur 147-109. Ásamt því að skora 42 stig gaf Curry átta stoðsendingar og tók sex fráköst. Alls setti þessi magnaði leikmaður 11 þriggja stiga skot niður í leiknum og það sem meira er, hann spilaði aðeins 29 af 48 mínútunum sem voru í boði. Steph Curry dropped 29 3-pointers over his last 3 games, the most over a 3-game span in NBA history 42 Pts, 11-16 3-Pt FG, W 53 Pts, 10-18 3-Pt FG, W 38 Pts, 8-15 3-Pt FG, W pic.twitter.com/rDW5PLj90A— ESPN (@espn) April 15, 2021 Klay Thompson, liðsfélagi Curry á metið yfir flestar þriggja stiga körfur í leik eða 14 talsins. Best á Curry 13 og hefði með fleiri spiluðum mínútum gegn OKC í nótt átt möguleika á að jafna, eða bæta metið. Eftir leikinn var Curry spurður út í metið. Hann sagði að sjálfsögðu væri það markmiðið, hann vildi fá metið sitt aftur. Miðað við hversu vel hefur gengið hjá Curry undanfarið væri fráleitt að veðja gegn því að metið verði hans á nýjan leik innan tíðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Sjá meira
Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29