Sport

Valgerður komin með reynslumikinn umboðsmann sem eykur möguleika hennar á að fá bardaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgerður Guðsteinsdóttir er eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum.
Valgerður Guðsteinsdóttir er eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum. Vidar Markussen

Atvinnuboxarinn Valgerður Guðsteinsdóttir hefur skrifað undir samning hjá umboðsmanninum Artan Verbica.

Sá þykir fær í sínu fagi og er meðal annars með sænska heimsmeistarann Patriciu Berghult á sínum snærum.

Með samningnum við Verbica aukast möguleikar Valgerðar á að fá bardaga sem hefur verið helsta hindrun hennar á ferlinum til þessa. Þá fær hún betri samninga og greitt fyrir bardagana.

Þar sem hnefaleikar eru bannaðir hér á landi keppir Valgerður með sænsku keppnisleyfi.

Valgerður á sex bardaga sem atvinnukona á ferilskránni. Hún hefur unnið fjóra þeirra og tapað tveimur.

Í síðasta bardaga sínum, 30. mars 2019, sigraði Valgerður Sabinu Mishchenko frá Úkraínu með tæknilegu rothöggi.

BoxFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.