Innlent

Skipuð nýr skrif­stofu­stjóri Hæsta­réttar

Atli Ísleifsson skrifar
Ólöf Finnsdóttir.
Ólöf Finnsdóttir. Laimonas Dom

Ólöf Finnsdóttir hefur verið skipuð skrifstofustjóri Hæstaréttar frá 1. ágúst næstkomandi og til fimm ára.

Frá þessu segir á vef Hæstaréttar. Þar kemur fram að Ólöf hafi lokið laganámi frá Háskóla Íslands árið 1988 og framhaldsnámi í lögfræði frá Cambridge University árið 2002.

„Ólöf var framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar frá stofnun hennar árið 2017. Áður var hún framkvæmdastjóri dómstólaráðs á árunum 2011 til 2017 og skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjavíkur á árunum 2006 til 2011,“ segir í tilkynningunni. 

Ólöf mun taka við starfinu af Þorsteini A. Jónssyni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.