Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2021 11:27 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. Nýjustu gígarnir eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst og þar sem hraun rennur í Geldingadali og hinna nýrri gíga, norðar í gígaröðinni, þaðan sem hraun hefur runnið bæði í Geldingadali og Meradali. Ekki er útlit fyrir að nein augljós breyting hafi orðið á virkninni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. „Það má alveg búast við þessu sérstaklega eftir atburði síðustu daga að þá er þetta ósköp eðlileg þróun og kannski líka vert að benda á það að kvikan virðist vera að koma upp um sprungu sem voru þarna fyrir, þannig að hún er bara að nýta sér veikleika í skorpunni til þess að komast upp á yfirborðið.“ Að neðan má sjá myndband af nýju gígunum. Má reikna með enn fleiri sprungum Þorvaldur segir að búast megi við að fleiri sprungur muni opnast. „Ef framleiðnin núna í gosinu er orðin nokkurn veginn sú sama og innflæðið inn í ganginn að þá næst eitthvert jafnvægi og ef þessi gígop sem er núna virk halda áfram að vera virk að þá býst ég ekki við miklum breytingum, ef innflæðið er nokkurn veginn það sama og útflæðið. Ef framleiðnin í gosinu eða útflæðið er minna heldur en það sem er að koma inn í ganginn að þá getum við alveg búist við áframhaldandi sviðsmynd sem er svipuð því sem við höfum séð á síðustu dögum,“ segir Þorvaldur. Getur verið varhugavert Mörg hundruð manns hafa sótt gosstöðvarnar nær daglega síðan eldgosið hófst. Þorvaldur segir það geta verið varhugavert að vera á ákveðnum svæðum enda geti sprungur opnast nær fyrirvaralaust. „Það er alltaf varhugavert að vera á þeim svæðum sem eru í línu við gíganna og nálægt gígunum. Sprungurnar geta opnast þar. Svæðið sem er afmarkað af almannavörnum sem hættusvæði, það er ekki ráðlagt að vera innan þess. Það er miklu betra fyrir fólk að halda sig utan við það svæði og bara njóta útsýnisins,“ segir Þorvaldur. Búist er við að mengun frá gosinu berist til norðurs yfir Vatnsleysuströnd í dag og jafnvel líka til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Þá getur gasmengun við gosstöðvarnar alltaf farið yfir hættumörk og því öruggast að horfa með vindinn í bakið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Nýjustu gígarnir eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst og þar sem hraun rennur í Geldingadali og hinna nýrri gíga, norðar í gígaröðinni, þaðan sem hraun hefur runnið bæði í Geldingadali og Meradali. Ekki er útlit fyrir að nein augljós breyting hafi orðið á virkninni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. „Það má alveg búast við þessu sérstaklega eftir atburði síðustu daga að þá er þetta ósköp eðlileg þróun og kannski líka vert að benda á það að kvikan virðist vera að koma upp um sprungu sem voru þarna fyrir, þannig að hún er bara að nýta sér veikleika í skorpunni til þess að komast upp á yfirborðið.“ Að neðan má sjá myndband af nýju gígunum. Má reikna með enn fleiri sprungum Þorvaldur segir að búast megi við að fleiri sprungur muni opnast. „Ef framleiðnin núna í gosinu er orðin nokkurn veginn sú sama og innflæðið inn í ganginn að þá næst eitthvert jafnvægi og ef þessi gígop sem er núna virk halda áfram að vera virk að þá býst ég ekki við miklum breytingum, ef innflæðið er nokkurn veginn það sama og útflæðið. Ef framleiðnin í gosinu eða útflæðið er minna heldur en það sem er að koma inn í ganginn að þá getum við alveg búist við áframhaldandi sviðsmynd sem er svipuð því sem við höfum séð á síðustu dögum,“ segir Þorvaldur. Getur verið varhugavert Mörg hundruð manns hafa sótt gosstöðvarnar nær daglega síðan eldgosið hófst. Þorvaldur segir það geta verið varhugavert að vera á ákveðnum svæðum enda geti sprungur opnast nær fyrirvaralaust. „Það er alltaf varhugavert að vera á þeim svæðum sem eru í línu við gíganna og nálægt gígunum. Sprungurnar geta opnast þar. Svæðið sem er afmarkað af almannavörnum sem hættusvæði, það er ekki ráðlagt að vera innan þess. Það er miklu betra fyrir fólk að halda sig utan við það svæði og bara njóta útsýnisins,“ segir Þorvaldur. Búist er við að mengun frá gosinu berist til norðurs yfir Vatnsleysuströnd í dag og jafnvel líka til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Þá getur gasmengun við gosstöðvarnar alltaf farið yfir hættumörk og því öruggast að horfa með vindinn í bakið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06