Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2021 12:04 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali. Vísir/Vilhelm Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. Kristín Jónsdóttir eldfjalla og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir það ekki endilega hafa komið á óvart að gos hafi byrjað í þriðju sprungunni rétt um miðnætti síðast liðna nótt. Kristín Jónsdóttir segir gossprungurnar raða sér snyrtilega upp í beina línu.Vísir/Vilhelm „Það má í rauninni segja að það hafi byrjað nýr kafli í þessari goshrinu á annan í páskum. Þegar opnaðist þarna ný sprunga. Svo hefur hún má segja teygt sig, eða það kemur þarna ný spurnga nákvæmlega á milli gosstöðvanna í Geldingadölum og þessarar nýju aðeins norðar,“ segir Kristín. Gosið sé því greinilega enn að þróast. „Það eru sprungur þarna ennþá lengra til norausturs. Spurning hvort að það verði framhaldið að það gjósi líka upp úr þeim. Þetta er það sem við erum að fylgjast með.“ Það geti því alveg eins gerst að gos hefjist á fleiri stöðum. Þær þær gossprungur sem nú gjósi upp úr raði sér nokkuð snyrtilega upp. „Það er hreinlega hægt að teikna upp beina línu í gegnum þessar gosstöðvar. Þær liggja yfir þessum gangi, þessum kvikugangi, sem myndaðist í lok febrúar og fram í mars. Við vitum frá aðlögunarmælingum að kvikugangurinn er grunnur á þessum slóðum næst gosstöðvunum en virðist vera dýpri annars staðar,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir segir alveg eins líklegt að fleiri gosspurngur en þær þrjár sem nú gjósa eigi eftir að opnast.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir allt sé gosið þó staðbundið á innan við kílómetra frá gosstöðvunum þótt gangurinn sé miklu lengri og nái frá Nátthaga langleiðina að Keili. Meðan virkni gossins haldist þarna breyti hún ekki miklu varðandi þær sviðsmyndir sem unnið væri með. „En auðvitað ef virknin færist eitthvað mikið norðureftir færi hraun að flæða norður fyrir Fagradalsfjall. Það getur í rauninni flætt ansi lengi þar án þess að það hafi nokkur áhrif. Þannig að við þurfum bara að vera róleg og bíða og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Kristín. Almenningur hefur sýnt gosinu mikinn áhuga en það viðrar sennilega ekki vel til gosskoðana í dag. „Aðstæður eru nefninlega ekki góðar. Það er mjög lélegt skyggni á svæðinu. Það sést bara best með því að skoða vefmyndavélar. Það er bara ekki gott veður í dag,“ segir Kristín Jónsdóttir. Það gæti þó ræst úr veðrinu eftir því sem líði á daginn. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19 Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19 Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Kristín Jónsdóttir eldfjalla og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir það ekki endilega hafa komið á óvart að gos hafi byrjað í þriðju sprungunni rétt um miðnætti síðast liðna nótt. Kristín Jónsdóttir segir gossprungurnar raða sér snyrtilega upp í beina línu.Vísir/Vilhelm „Það má í rauninni segja að það hafi byrjað nýr kafli í þessari goshrinu á annan í páskum. Þegar opnaðist þarna ný sprunga. Svo hefur hún má segja teygt sig, eða það kemur þarna ný spurnga nákvæmlega á milli gosstöðvanna í Geldingadölum og þessarar nýju aðeins norðar,“ segir Kristín. Gosið sé því greinilega enn að þróast. „Það eru sprungur þarna ennþá lengra til norausturs. Spurning hvort að það verði framhaldið að það gjósi líka upp úr þeim. Þetta er það sem við erum að fylgjast með.“ Það geti því alveg eins gerst að gos hefjist á fleiri stöðum. Þær þær gossprungur sem nú gjósi upp úr raði sér nokkuð snyrtilega upp. „Það er hreinlega hægt að teikna upp beina línu í gegnum þessar gosstöðvar. Þær liggja yfir þessum gangi, þessum kvikugangi, sem myndaðist í lok febrúar og fram í mars. Við vitum frá aðlögunarmælingum að kvikugangurinn er grunnur á þessum slóðum næst gosstöðvunum en virðist vera dýpri annars staðar,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir segir alveg eins líklegt að fleiri gosspurngur en þær þrjár sem nú gjósa eigi eftir að opnast.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir allt sé gosið þó staðbundið á innan við kílómetra frá gosstöðvunum þótt gangurinn sé miklu lengri og nái frá Nátthaga langleiðina að Keili. Meðan virkni gossins haldist þarna breyti hún ekki miklu varðandi þær sviðsmyndir sem unnið væri með. „En auðvitað ef virknin færist eitthvað mikið norðureftir færi hraun að flæða norður fyrir Fagradalsfjall. Það getur í rauninni flætt ansi lengi þar án þess að það hafi nokkur áhrif. Þannig að við þurfum bara að vera róleg og bíða og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Kristín. Almenningur hefur sýnt gosinu mikinn áhuga en það viðrar sennilega ekki vel til gosskoðana í dag. „Aðstæður eru nefninlega ekki góðar. Það er mjög lélegt skyggni á svæðinu. Það sést bara best með því að skoða vefmyndavélar. Það er bara ekki gott veður í dag,“ segir Kristín Jónsdóttir. Það gæti þó ræst úr veðrinu eftir því sem líði á daginn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19 Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19 Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19
Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19
Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00