Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur Bayern og PSG, Meistara­deildar­mörkin á­samt risa­leik á Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bæjarar stefna á að vinna Meistaradeild Evrópu annað árið í röð.
Bæjarar stefna á að vinna Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Paolo Bruno/Getty Images

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport í dag. Við sýnum að sjálfsögðu frá 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og þá er risaleikur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.15 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 er svo komið að leik Porto og Chelsea í 8-liða úrslitum keppninnar. Að leik loknum sýnum við Meistaradeildarmörkin þar sem farið verður yfir báða leiki kvöldsins.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.40 hefst leikur Juventus og Napoli í Serie A. Liðin eru með 58 stig í 4. og 5. sæti deildarinnar en sigurvegari kvöldsins stekkur upp fyrir Atalanta sem er í 3. sætinu.

Klukkan 18.50 er komið að stórleik ríkjandi Evrópumeistara Bayern og PSG. Um er að ræða liðin sem léku til úrslita á síðustu leiktíð.

Stöð 2 Sport 4

Inter Milan – topplið Serie A – tekur á móti Sassuolo. Lærisveinar Antonio Conte eru hægt og rólega að stinga af í deildinni en þurfa að passa að misstíga sig ekki.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 21.30 er GTS Iceland: Tier 1 á dagskrá en það er bein útsending frá sterkustu mótaröð Íslands í hermikappakstri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.