Sport

Dagskráin í dag: Enska fyrsta deildin, spænski boltinn og tölvuleikir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Barcelona þarf á sigri að halda til að halda í við Madrídarliðin.
Barcelona þarf á sigri að halda til að halda í við Madrídarliðin. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Annar dagur páska einkennist af fótbolta á sportrásum okkar í dag. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu í bland við smá tölvuleikjaspil.

Dagurinn hefst á leik Middlesbrough og Watford í ensku 1. deildinni klukkan 11:25. Útsendig á leik Sheffield Wednesday gegn Cardiff er svo á dagskrá klukkan 16:25.

Klukkan 18:55 fer Real Valladolid í heimsókn til Barcelona. Börsungar þurfa á sigri að halda, en þeir eru í harðri baráttu við Madrídarliðin tvö um spænska meistaratitilinn.

Drengirnir í Game Tíví binda svo endahnútinn á daginn, en þeir fara í loftið á slaginu klukkan 20:00.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar dagsins, sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×