Sport

Dag­skráin í dag: Enska B-deildin, spænski boltinn og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Swansea City mætir Birmingham City í ensku B-deildinni í dag.
Swansea City mætir Birmingham City í ensku B-deildinni í dag. EPA-EFE/DIMITRIS LEGAKIS

Er eitthvað betra að sitja í sófanum og horfa á íþróttir á Föstudeginum langa? Bara muna að það er bannað að hafa gaman. Alls sýnir Stöð 2 Sport sjö beinar útsendingar svo fólk hafi eitthvað að gera í dag.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.55 er komið að leik Cardiff City og Notthingham Forest í ensku B-deildinni. Cardiff er í harðri baráttu um að komast í umspilið um sæti í úrvalsdeildinni á meðan Forest situr í 17. sæti og gæti enn sogast niður í fallbaráttu þar sem liðið er aðeins sjö stigum fyrir ofan fallsæti.

Klukkan 16.25 er komið að leik Barnsley og Reading en sá leikur er einkar mikilvægur í baráttunni um sæti í umspilinu. Barnsley er sem stendur í 5. sæti með 64 stig á meðan Reading er með 62 stig í sætinu fyrir neðan.

Swansea City heimsækir Birmingham City klukkan 18.55. Á meðan gestirnir eru í 3. sæti þá er Birmingham í bullandi fallbaráttu með 38 stig í 21. sæti deildarinnar, aðeins þremur stigum yfir ofan fallsæti.

Stöð 2 Sport 3

Levante tekur á móti Huesca í spænsku úrvalsdeildinni klukkan 18.55.

Stöð 2 Golf

ANA Inspiration-mótið hefst klukkan 16.00. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20.00 hefst Valero Texas Open-mótið, það er hluti af PGA-mótaröðinni. Ana Inspiration-mótið hefst svo aftur klukkan 23.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×