Innlent

Líkfundur í fjörunni á Vopna­firði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.
Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Mannabein fundust í fjöru við Vopnafjörð í dag. Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 

Lögreglan á Austurlandi fékk tilkynningu um að beinunum hafi skolað á land snemma í morgun. Kristján Ólafur vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir að það sé í rannsókn og að ekki leiki grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. 

Ekki hafa verið borin kennsl á beinin. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. 

Uppfært klukkan 15:25:

Eftirfarandi fréttatilkynning var að berast frá embætti lögreglustjórans á Austurlandi vegna málsins: 

„Um klukkan hálf ellefu í morgun barst lögreglu tilkynning um bein í fjöru við Vopnafjörð. Talið var að um mannabein væri að ræða. Lögregla hefur síðan verið að störfum á vettvangi við vettvangsrannsókn.

Staðfest hefur verið að um líkamsleifar er að ræða og talið að þær hafi legið í sjó í nokkurn tíma. Þær munu nú sendar til frekari rannsóknar þar sem kennslanefnd Ríkislögreglustjóra freistar þess að staðfesta kennsl þeirra.

Ekki leikur grunur á að líkfundur þessi tengist saknæmu atviki.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.