Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. apríl 2021 12:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvö tilvik hafi komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafi borið með sér breska afbrigði kórónuveirunnar til landsins. Þórólfur segir þetta byggja á misskilningi og áréttar að einstaklingarnir tveir kunni að hafa smitast innanlands. „Þetta eru ekki smit sem bólusettir einstaklingar báru með sér til landsins. Þetta er einn útlendingur sem að var hér og var með fjölskyldu sinni og hann hefur greinilega smitast af fjölskyldu sinni sem hann var með hérna og greindist þannig. Það var ferðamaður bólusettur en fjölskyldan hans var ekki bólusett og hún greinilega veiktist fyrst á meðan þau voru hér. Það var tekið líka sýni frá honum og þá greinist hann líka með veiruna,“ útskýrir Þórólfur. „Þau hafa greinilega smitast á leiðinni og veikjast og hann greinilega smitast líka í leiðinni,“ bætir hann við. Þó sé erfitt að segja til um það nákvæmlega hvar viðkomandi hafi smitast. „Hann gæti hafa smitast hugsanlega á leiðinni með fjölskyldu sinni, maður veit ekki nákvæmlega hvar smit hefur átt sér stað,“ segir Þórólfur. Íslendingurinn sem var bólusettur smitaðist innanlands Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. Aðeins er vitað um tvo einstaklinga sem hafa greinst með veiruna hér á landi þrátt fyrir að vera bólusettir. „Hitt tilfellið er Íslendingur sem hefur verið hér og fjölskyldan hans smitaðist greinilega í tengslum við hluta af þessu skólasmiti sem hefur verið í gangi og viðkomandi fékk líka væg einkenni og var sýni tekið og hann greindist þá. Þetta er ekki einstaklingur sem að hafði borið með sér smit hingað til lands og smitað aðra,“ segir Þórólfur. Pfizer gefur í Þá segir Þórólfur að nýlega hafi borist góðar fréttir frá bóluefnaframleiðandanum Pfizer. „Við erum alltaf að fá upplýsingar um dreifingu á bóluefnum og við vorum að fá núna áætlun frá Pfizer út júní sem er mjög jákvætt. Þeir geta gefið verulega í og mér sýnist að frá Pfizer núna í maí og júní þá munum við fá 120 þúsund skammta samkvæmt þeirra áætlun,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki búin að fá uppfærða áætlun fyrir maí og júní frá AstraZenica, Janssen eða Moderna. Þannig ef við tökum saman heildarfjöldann eins og staðan lítur út, þetta getur auðvitað átt eftir að breytast þetta hefur oft verið að hringla dálítið fram og til baka, en þá sýnist mér að við gætum verið með bóluefni fyrir fulla bólusetningu fyrir um 135 þúsund manns í lok júní,“ segir Þórólfur. Þá eru ótaldir þeir skammtar sem eigi eftir að koma frá Janssen, AstraZeneca og Moderna. „Þannig að þetta átt eftir að verða töluvert hærra,“ segir Þórólfur. „Ég held að með þessu þá virðist þetta vera að ganga eftir eins og bóluefnaframleiðendur voru búnir að lofa, að þeir væru að gefa í og væru að auka sína framleiðslugetu og það virðist vera að ganga eftir. Þannig ég helda að við séum klárlega að horfa upp á meira aðstreymi af bóluefnum.“ Á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi Ísland fengið um 80 þúsund skammta. „Mér sýnist að með þessu að þá erum við alla veganna að fá 180 þúsund skammta fyrir annan ársfjórðung og inni í því vantar tölur frá AstraZeneca, Janssen og Moderna. Þannig að ég held að þetta horfi bara mjög vel út um hraðari bólusetningu heldur en að menn kannski þorðu að vona,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvö tilvik hafi komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafi borið með sér breska afbrigði kórónuveirunnar til landsins. Þórólfur segir þetta byggja á misskilningi og áréttar að einstaklingarnir tveir kunni að hafa smitast innanlands. „Þetta eru ekki smit sem bólusettir einstaklingar báru með sér til landsins. Þetta er einn útlendingur sem að var hér og var með fjölskyldu sinni og hann hefur greinilega smitast af fjölskyldu sinni sem hann var með hérna og greindist þannig. Það var ferðamaður bólusettur en fjölskyldan hans var ekki bólusett og hún greinilega veiktist fyrst á meðan þau voru hér. Það var tekið líka sýni frá honum og þá greinist hann líka með veiruna,“ útskýrir Þórólfur. „Þau hafa greinilega smitast á leiðinni og veikjast og hann greinilega smitast líka í leiðinni,“ bætir hann við. Þó sé erfitt að segja til um það nákvæmlega hvar viðkomandi hafi smitast. „Hann gæti hafa smitast hugsanlega á leiðinni með fjölskyldu sinni, maður veit ekki nákvæmlega hvar smit hefur átt sér stað,“ segir Þórólfur. Íslendingurinn sem var bólusettur smitaðist innanlands Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. Aðeins er vitað um tvo einstaklinga sem hafa greinst með veiruna hér á landi þrátt fyrir að vera bólusettir. „Hitt tilfellið er Íslendingur sem hefur verið hér og fjölskyldan hans smitaðist greinilega í tengslum við hluta af þessu skólasmiti sem hefur verið í gangi og viðkomandi fékk líka væg einkenni og var sýni tekið og hann greindist þá. Þetta er ekki einstaklingur sem að hafði borið með sér smit hingað til lands og smitað aðra,“ segir Þórólfur. Pfizer gefur í Þá segir Þórólfur að nýlega hafi borist góðar fréttir frá bóluefnaframleiðandanum Pfizer. „Við erum alltaf að fá upplýsingar um dreifingu á bóluefnum og við vorum að fá núna áætlun frá Pfizer út júní sem er mjög jákvætt. Þeir geta gefið verulega í og mér sýnist að frá Pfizer núna í maí og júní þá munum við fá 120 þúsund skammta samkvæmt þeirra áætlun,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki búin að fá uppfærða áætlun fyrir maí og júní frá AstraZenica, Janssen eða Moderna. Þannig ef við tökum saman heildarfjöldann eins og staðan lítur út, þetta getur auðvitað átt eftir að breytast þetta hefur oft verið að hringla dálítið fram og til baka, en þá sýnist mér að við gætum verið með bóluefni fyrir fulla bólusetningu fyrir um 135 þúsund manns í lok júní,“ segir Þórólfur. Þá eru ótaldir þeir skammtar sem eigi eftir að koma frá Janssen, AstraZeneca og Moderna. „Þannig að þetta átt eftir að verða töluvert hærra,“ segir Þórólfur. „Ég held að með þessu þá virðist þetta vera að ganga eftir eins og bóluefnaframleiðendur voru búnir að lofa, að þeir væru að gefa í og væru að auka sína framleiðslugetu og það virðist vera að ganga eftir. Þannig ég helda að við séum klárlega að horfa upp á meira aðstreymi af bóluefnum.“ Á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi Ísland fengið um 80 þúsund skammta. „Mér sýnist að með þessu að þá erum við alla veganna að fá 180 þúsund skammta fyrir annan ársfjórðung og inni í því vantar tölur frá AstraZeneca, Janssen og Moderna. Þannig að ég held að þetta horfi bara mjög vel út um hraðari bólusetningu heldur en að menn kannski þorðu að vona,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira