Eigendurnir í NFL-deildinni samþykktu að fara í sautján leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 11:30 Hinn síungii Tom Brady þarf að spila einum leik meira í titilvörninni á næstu leiktíð. AP/Mark LoMoglio Eigendur NFL-deildarinnar ættu að fá enn meiri pening í vasann eftir að þeir komu í gegn breytingu um fleiri leiki í deildinni. Liðin í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum munu spila einum leik meira frá og með næsta tímabili eftir að eigendur deildarinnar samþykktu að lengja deildarkeppnina um eina viku. Á móti fækkar leikjum á undirbúningstímabilinu um einn eða úr fjórum í þrjá. Samkvæmt síðasta samkomulagi við leikmenn þá höfðu félögin möguleika á því að fjölga úr sextán leikjum í sautján en leikmenn fá samt ekkert meira borgað fyrir að spila einum leik meira. Beginning in 2021, the NFL is expanding to a 17-game regular season. pic.twitter.com/skNisJwPS2— NFL (@NFL) March 30, 2021 Sumir leikmenn hafa verið ósáttir við þessa breytingu og stjörnuhlauparinn Alvin Kamara hjá New Orleans Saints kallaði hana meðal annars „heimsku“ á samfélagsmiðlum. Hvert lið mun samt sem áður fá áfram eina viku í frí inn á tímabilinu. Það þýðir jafnframt að tímabilið lengist um eina viku. 2021 tímabilið hefst fimmtudaginn 9. september og lokaumferðin fer síðan fram 9. janúar 2022. Super Bowl leikurinn á nýja SoFi leikvanginum í Los Angeles átti að fara fram 6. febrúar á næsta ári en fer nú fram 13. febrúar. Big news for International fans! As part of an enhanced 17-game season, every team in the NFL will play an international game in the next 8 years!— NFL UK (@NFLUK) March 30, 2021 Breytingin á NFL-deildinni mun um leið tryggja það að öll lið deildarinnar munu spila leik utan Bandaríkjanna á árunum 2022 til 2030. Það verða skipulagðir leikir í Kanada, Þýskalandi, Mexíkó, Suður-Ameríku og Bretlandi en að minnsta kosti fjórir leikir á tímabili fara fram utan Bandaríkjanna á þessum átta tímabilum. Undanfarin ár hafa 23 leikir farið fram á Wembley og þá hafa einnig verið spilaðir leikir í Mexíkóborg. Samningur NFL og Wembley rann út 2020 en í hans stað samdi NFL-deildin við Tottenham Hotspur um að spila tvo leiki á ári á nýja Tottenham leikvanginum. NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
Liðin í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum munu spila einum leik meira frá og með næsta tímabili eftir að eigendur deildarinnar samþykktu að lengja deildarkeppnina um eina viku. Á móti fækkar leikjum á undirbúningstímabilinu um einn eða úr fjórum í þrjá. Samkvæmt síðasta samkomulagi við leikmenn þá höfðu félögin möguleika á því að fjölga úr sextán leikjum í sautján en leikmenn fá samt ekkert meira borgað fyrir að spila einum leik meira. Beginning in 2021, the NFL is expanding to a 17-game regular season. pic.twitter.com/skNisJwPS2— NFL (@NFL) March 30, 2021 Sumir leikmenn hafa verið ósáttir við þessa breytingu og stjörnuhlauparinn Alvin Kamara hjá New Orleans Saints kallaði hana meðal annars „heimsku“ á samfélagsmiðlum. Hvert lið mun samt sem áður fá áfram eina viku í frí inn á tímabilinu. Það þýðir jafnframt að tímabilið lengist um eina viku. 2021 tímabilið hefst fimmtudaginn 9. september og lokaumferðin fer síðan fram 9. janúar 2022. Super Bowl leikurinn á nýja SoFi leikvanginum í Los Angeles átti að fara fram 6. febrúar á næsta ári en fer nú fram 13. febrúar. Big news for International fans! As part of an enhanced 17-game season, every team in the NFL will play an international game in the next 8 years!— NFL UK (@NFLUK) March 30, 2021 Breytingin á NFL-deildinni mun um leið tryggja það að öll lið deildarinnar munu spila leik utan Bandaríkjanna á árunum 2022 til 2030. Það verða skipulagðir leikir í Kanada, Þýskalandi, Mexíkó, Suður-Ameríku og Bretlandi en að minnsta kosti fjórir leikir á tímabili fara fram utan Bandaríkjanna á þessum átta tímabilum. Undanfarin ár hafa 23 leikir farið fram á Wembley og þá hafa einnig verið spilaðir leikir í Mexíkóborg. Samningur NFL og Wembley rann út 2020 en í hans stað samdi NFL-deildin við Tottenham Hotspur um að spila tvo leiki á ári á nýja Tottenham leikvanginum.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira