Erlent

Skiptir út sex ráð­herrum í ríkis­stjórninni

Atli Ísleifsson skrifar
Um er að ræða mestu einstöku breytinguna í ríkisstjórn Jairs Bolsonaro frá því að hann tók við embætti forseta í ársbyrjun 2019.
Um er að ræða mestu einstöku breytinguna í ríkisstjórn Jairs Bolsonaro frá því að hann tók við embætti forseta í ársbyrjun 2019. AP/Eraldo Peres

Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur skipt út sex ráðherrum í ríkisstjórn sinni en forsetinn sætir nú miklum þrýstingi vegna nýrrar bylgju í faraldrinum þar í landi.

Utanríkisráðherrann Ernesto Araujo tilkynnti um afsögn sína í gær og hefur forsetinn skipað hægriöfgamanninn Carlos Alberto Franco Franca til að taka við embættinu.

Araujo, sem hefur verið náinn bandamaður Bolsonaros hefur verið harðlega gagnrýndur síðustu vikurnar og hann verið sakaður um að hafa mistekist að tryggja Brasilíumönnum nægt bóluefni gegn kórónuveirunni.

Bolsonaro tilkynnti sömuleiðis um nýja menn til að stýra meðal annars ráðuneytum varnarmála og dómsmála. Um er að ræða mestu einstöku breytinguna í ríkisstjórn Bolsonaros frá því að hann tók við embætti forseta í ársbyrjun 2019.

Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er nú að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, en rúmlega tólf milljónir manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins. Þá hafa um 315 þúsund dauðsföll verið rakin til Covid-19 í Brasilíu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.