Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. mars 2021 06:17 Enn eru taldar á að það geti komið til eldgoss á því svæði þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið hvað mest á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. Óróapúls er það sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili. Óróinn er ekki eins kröftugur og sá sem mældist þann 3. mars að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings, á Veðurstofunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir virknina líklega til marks um hraða stækkun kvikugangsins sem myndast hefur á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Elísabet segir engin merki sjást á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá séu skjálftarnir ekki stórir en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Enn eru því taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu. Kristín segir í samtali við fréttastofu að virknin í morgun sé sú kröftugasta sem sést hefur á svæðinu í tvo sólarhringa. Þetta er í þriðja sinn sem óróapúls mælist og lýsir Kristín skjálftunum þannig að um sé að ræða smáskjálfta sem renni saman í eina dálítið kröftuga hviðu. Óróinn nú sé heldur minni en sá sem mældist fyrst í síðustu viku en hafi varað heldur lengur en sá sem mældist um helgina. Hann hafi náð hámarki sínu um hálfsexleytið í morgun en síðan hefur dregið úr virkninni. „Þetta er mjög staðbundin virkni og ég held að við séum að læra það á þessu að þetta sé til marks um hraða stækkun gangsins. Þetta er kannski ekkert mikil stækkun, það er eins og það komi einhver vaxtarkippur. Þannig að virknin er mjög staðbundin við mitt Fagradalsfjallið,“ segir Kristín. Frá miðnætti hafa mælst um 700 skjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa ekki verið mjög stórir; einn til tveir þeirra hafa verið um þrír að stærð. Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 08:57. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Óróapúls er það sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili. Óróinn er ekki eins kröftugur og sá sem mældist þann 3. mars að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings, á Veðurstofunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir virknina líklega til marks um hraða stækkun kvikugangsins sem myndast hefur á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Elísabet segir engin merki sjást á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá séu skjálftarnir ekki stórir en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Enn eru því taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu. Kristín segir í samtali við fréttastofu að virknin í morgun sé sú kröftugasta sem sést hefur á svæðinu í tvo sólarhringa. Þetta er í þriðja sinn sem óróapúls mælist og lýsir Kristín skjálftunum þannig að um sé að ræða smáskjálfta sem renni saman í eina dálítið kröftuga hviðu. Óróinn nú sé heldur minni en sá sem mældist fyrst í síðustu viku en hafi varað heldur lengur en sá sem mældist um helgina. Hann hafi náð hámarki sínu um hálfsexleytið í morgun en síðan hefur dregið úr virkninni. „Þetta er mjög staðbundin virkni og ég held að við séum að læra það á þessu að þetta sé til marks um hraða stækkun gangsins. Þetta er kannski ekkert mikil stækkun, það er eins og það komi einhver vaxtarkippur. Þannig að virknin er mjög staðbundin við mitt Fagradalsfjallið,“ segir Kristín. Frá miðnætti hafa mælst um 700 skjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa ekki verið mjög stórir; einn til tveir þeirra hafa verið um þrír að stærð. Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 08:57.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira