„Ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir harmar að rafíþróttamót sé haldið í Laugardalshöll án þess að fundin hafi verið viðunandi lausn áður fyrir frjálsíþróttafólkið í borginni. Getty/Alexander Hassenstein og David Lee Borgarstjóri, Íslandsstofa og Rafíþróttasamtök Íslands ættu að skammast sín, segir Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud. Hún harmar að reykvískt frjálsíþróttafólk missi aðstöðu sína í einn og hálfan mánuð vegna stórs rafíþróttamóts í vor. Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Reykjavík í maí. Mótið fer fram í Laugardalshöll og væntanlegir eru 400 gestir, en þar með missa frjálsíþróttafélögin í Reykjavík æfingaaðstöðu sína í sex vikur án þess að önnur, viðunandi aðstaða sé í boði í borginni. Ásdís lagði spjótið á hilluna síðasta haust eftir að hafa meðal annars farið á þrenna Ólympíuleika. Hún er ómyrk í máli í skrifum sínum á Facebook þar sem hún segir meðal annars: „Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára ferli! Þið afsakið en nú bara get ég ekki haft hljótt.“ Ásdís, sem stóran hluta ferilsins æfði með Ármanni, bætir því við að hún sé afar fegin að vera flutt frá Íslandi og hætt í frjálsum, svo hún þurfi ekki að „taka þátt í þessu rugli lengur“. Skrif hennar má sjá hér að neðan. Þetta er ein mesta óvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Fimmtudagur, 4. mars 2021 Góð lausn virðist ekki í sjónmáli fyrir hundruð iðkenda frjálsra íþrótta í Reykjavík, á öllum aldri, þar á meðal afreksíþróttafólk á borð við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Æfingar síðla kvölds í Kaplakrika og æfingar í verri aðstöðu í Egilshöll virðast helstu lausnirnar sem í boði eru, þar sem viðunandi utanhússaðstaða er ekki í boði í Reykjavík. Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01 Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Sjá meira
Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Reykjavík í maí. Mótið fer fram í Laugardalshöll og væntanlegir eru 400 gestir, en þar með missa frjálsíþróttafélögin í Reykjavík æfingaaðstöðu sína í sex vikur án þess að önnur, viðunandi aðstaða sé í boði í borginni. Ásdís lagði spjótið á hilluna síðasta haust eftir að hafa meðal annars farið á þrenna Ólympíuleika. Hún er ómyrk í máli í skrifum sínum á Facebook þar sem hún segir meðal annars: „Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára ferli! Þið afsakið en nú bara get ég ekki haft hljótt.“ Ásdís, sem stóran hluta ferilsins æfði með Ármanni, bætir því við að hún sé afar fegin að vera flutt frá Íslandi og hætt í frjálsum, svo hún þurfi ekki að „taka þátt í þessu rugli lengur“. Skrif hennar má sjá hér að neðan. Þetta er ein mesta óvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Fimmtudagur, 4. mars 2021 Góð lausn virðist ekki í sjónmáli fyrir hundruð iðkenda frjálsra íþrótta í Reykjavík, á öllum aldri, þar á meðal afreksíþróttafólk á borð við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Æfingar síðla kvölds í Kaplakrika og æfingar í verri aðstöðu í Egilshöll virðast helstu lausnirnar sem í boði eru, þar sem viðunandi utanhússaðstaða er ekki í boði í Reykjavík.
Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01 Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Sjá meira
Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01
Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29