„Ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir harmar að rafíþróttamót sé haldið í Laugardalshöll án þess að fundin hafi verið viðunandi lausn áður fyrir frjálsíþróttafólkið í borginni. Getty/Alexander Hassenstein og David Lee Borgarstjóri, Íslandsstofa og Rafíþróttasamtök Íslands ættu að skammast sín, segir Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud. Hún harmar að reykvískt frjálsíþróttafólk missi aðstöðu sína í einn og hálfan mánuð vegna stórs rafíþróttamóts í vor. Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Reykjavík í maí. Mótið fer fram í Laugardalshöll og væntanlegir eru 400 gestir, en þar með missa frjálsíþróttafélögin í Reykjavík æfingaaðstöðu sína í sex vikur án þess að önnur, viðunandi aðstaða sé í boði í borginni. Ásdís lagði spjótið á hilluna síðasta haust eftir að hafa meðal annars farið á þrenna Ólympíuleika. Hún er ómyrk í máli í skrifum sínum á Facebook þar sem hún segir meðal annars: „Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára ferli! Þið afsakið en nú bara get ég ekki haft hljótt.“ Ásdís, sem stóran hluta ferilsins æfði með Ármanni, bætir því við að hún sé afar fegin að vera flutt frá Íslandi og hætt í frjálsum, svo hún þurfi ekki að „taka þátt í þessu rugli lengur“. Skrif hennar má sjá hér að neðan. Þetta er ein mesta óvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Fimmtudagur, 4. mars 2021 Góð lausn virðist ekki í sjónmáli fyrir hundruð iðkenda frjálsra íþrótta í Reykjavík, á öllum aldri, þar á meðal afreksíþróttafólk á borð við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Æfingar síðla kvölds í Kaplakrika og æfingar í verri aðstöðu í Egilshöll virðast helstu lausnirnar sem í boði eru, þar sem viðunandi utanhússaðstaða er ekki í boði í Reykjavík. Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01 Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Sjá meira
Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Reykjavík í maí. Mótið fer fram í Laugardalshöll og væntanlegir eru 400 gestir, en þar með missa frjálsíþróttafélögin í Reykjavík æfingaaðstöðu sína í sex vikur án þess að önnur, viðunandi aðstaða sé í boði í borginni. Ásdís lagði spjótið á hilluna síðasta haust eftir að hafa meðal annars farið á þrenna Ólympíuleika. Hún er ómyrk í máli í skrifum sínum á Facebook þar sem hún segir meðal annars: „Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára ferli! Þið afsakið en nú bara get ég ekki haft hljótt.“ Ásdís, sem stóran hluta ferilsins æfði með Ármanni, bætir því við að hún sé afar fegin að vera flutt frá Íslandi og hætt í frjálsum, svo hún þurfi ekki að „taka þátt í þessu rugli lengur“. Skrif hennar má sjá hér að neðan. Þetta er ein mesta óvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Fimmtudagur, 4. mars 2021 Góð lausn virðist ekki í sjónmáli fyrir hundruð iðkenda frjálsra íþrótta í Reykjavík, á öllum aldri, þar á meðal afreksíþróttafólk á borð við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Æfingar síðla kvölds í Kaplakrika og æfingar í verri aðstöðu í Egilshöll virðast helstu lausnirnar sem í boði eru, þar sem viðunandi utanhússaðstaða er ekki í boði í Reykjavík.
Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01 Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Sjá meira
Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01
Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn