Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar  á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar  á slaginu 18:30. Vísir

Eldgos gæti hafist á Reykjanesi á næstu klukkustundum eða dögum. Klukkan tuttugu mínútur yfir tvö í dag hófst óróapúls, sem mælist í aðdraganda eldgosa, á flestum jarðskjálftamælum. Fjallað verður ítarlega um stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Upptökin eru við kvikuganginn suður af Keili við Litla-Hrút og talið er að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið.

Við verðum í beinni útsendingu í fréttatímanum frá nokkrum stöðum á svæðinu þar sem skjálftavirkni hefur verið hvað mest og ræðum við sérfræðinga um stöðu mála. Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að ekki væri von á sprengi- eða hamfaragosi og að byggð væri ekki í hættu.

Ítarlega verður farið yfir stöðuna í kvöldfréttum sem hefjast í þráðbeinni útsendingu á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.  Þá verður áfram fjallað um framvinduna í sérstökum fréttaauka strax að loknum íþróttum. 

Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.