Þjálfari brá fæti fyrir ungan leikmann ÍR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 11:21 Leikmaður ÍR skokkar til baka eftir að hafa sett niður þriggja stiga körfu. Szymon virðist tilbúinn að bregða fæti fyrir leikmanninn. Szymon Eugieniusz Nabakowski, yngri flokka þjálfari hjá Skallagrími í Borgarnesi, segist munu læra af mistökum sínum þegar hann brá fæti fyrir leikmann ÍR í síðustu viku. Gestirnir í Breiðholti voru með mikla yfirburði gegn Borgnesingum og lét þjálfarinn skapið hlaupa með sig í gönur. Atvikið, sem sjá má í myndbandinu að neðan, hefur vakið mikla athygli í körfuboltaheiminum. Eftir vel útfærða sókn ÍR-inga skorar einn leikmanna liðsins þriggja stiga körfu úti við hliðarlínu við varamannabekk Skallagríms. Varð munur liðanna þá fimmtíu stig og missti þjálfarinn stjórn á skapi sínu, eins og hann kemst sjálfur að orði. Þegar leikmaður ÍR skokkar til baka bregður Szymon fæti fyrir hann. Drengurinn féll þó ekki til jarðar en vel vakandi dómari tók eftir bragði þjálfarans og rak hann úr húsi. Szymon tjáir sig um atvikið í hópnum Dominos-spjallið á Facebook þar sem körfuknattleiksunnendur skiptast á skoðunum um allt það sem kemur íþróttinni við. Hann segir ákvörðun dómarans að vísa sér úr húsi hafa verið hárrétta. Vissi strax hversu mikil skita þetta var „Ég er þakklátur að við áttum einn dómara með dómaraþekkingu sem brást rétt við en það er ekki alltaf gefins úti á landi,“ segir Szymon. Hann hafi ekki átt skilið að vera inni á vellinum. „Ég fór inn í klefa og vissi strax hversu mikil skita þetta var.“ Hann sé mikill keppnismaður, langi alltaf til að vinna og sé mikil tilfinningavera þegar komi að körfuboltanum. Svona hegðun eigi þó ekki heima í þjálfun. Hann hafi strax eftir leik beðið ÍR-strákana afsökunar og þjálfara þeirra sem og dómara leiksins. „Ég vissi strax eftir leik að þetta (væri) hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi. Þegar ég kem heim þá tala ég við kærustu mína og segi henni strax að ég á að segja upp og finna út úr þessu og vinna í sjálfum mér. Daginn eftir talaði ég við Skallagrím og við tökum ákvörðun um að ég hætti að þjálfa. Ég elska að þjálfa og mun halda áfram að gera það en ég veit að svona má ekki gerast aftur og ég mun vinna í sjálfum mér til að verða betri.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það sameiginleg ákvörðun körfuknattleiksdeildar og Szymons að hann léti af störfum. Hneyksluð á viðbrögðum Viðbrögðin í Dominos-spjallinu standa ekki á sér. Upp til hópa hrósar körfuboltaáhugafólk Szymon fyrir viðbrögðin. Ekki eru þó allir sáttir og meðal þeirra er Elín Lára Reynisdóttir, þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, er þeirrar skoðunar að fólk eigi að hætta að hrósa Szymon fyrir viðbrögðin. „Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard.“ Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard. pic.twitter.com/w6LxAk8y9C— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) February 27, 2021 Borgarbyggð Körfubolti Skallagrímur ÍR Íþróttir barna Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Atvikið, sem sjá má í myndbandinu að neðan, hefur vakið mikla athygli í körfuboltaheiminum. Eftir vel útfærða sókn ÍR-inga skorar einn leikmanna liðsins þriggja stiga körfu úti við hliðarlínu við varamannabekk Skallagríms. Varð munur liðanna þá fimmtíu stig og missti þjálfarinn stjórn á skapi sínu, eins og hann kemst sjálfur að orði. Þegar leikmaður ÍR skokkar til baka bregður Szymon fæti fyrir hann. Drengurinn féll þó ekki til jarðar en vel vakandi dómari tók eftir bragði þjálfarans og rak hann úr húsi. Szymon tjáir sig um atvikið í hópnum Dominos-spjallið á Facebook þar sem körfuknattleiksunnendur skiptast á skoðunum um allt það sem kemur íþróttinni við. Hann segir ákvörðun dómarans að vísa sér úr húsi hafa verið hárrétta. Vissi strax hversu mikil skita þetta var „Ég er þakklátur að við áttum einn dómara með dómaraþekkingu sem brást rétt við en það er ekki alltaf gefins úti á landi,“ segir Szymon. Hann hafi ekki átt skilið að vera inni á vellinum. „Ég fór inn í klefa og vissi strax hversu mikil skita þetta var.“ Hann sé mikill keppnismaður, langi alltaf til að vinna og sé mikil tilfinningavera þegar komi að körfuboltanum. Svona hegðun eigi þó ekki heima í þjálfun. Hann hafi strax eftir leik beðið ÍR-strákana afsökunar og þjálfara þeirra sem og dómara leiksins. „Ég vissi strax eftir leik að þetta (væri) hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi. Þegar ég kem heim þá tala ég við kærustu mína og segi henni strax að ég á að segja upp og finna út úr þessu og vinna í sjálfum mér. Daginn eftir talaði ég við Skallagrím og við tökum ákvörðun um að ég hætti að þjálfa. Ég elska að þjálfa og mun halda áfram að gera það en ég veit að svona má ekki gerast aftur og ég mun vinna í sjálfum mér til að verða betri.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það sameiginleg ákvörðun körfuknattleiksdeildar og Szymons að hann léti af störfum. Hneyksluð á viðbrögðum Viðbrögðin í Dominos-spjallinu standa ekki á sér. Upp til hópa hrósar körfuboltaáhugafólk Szymon fyrir viðbrögðin. Ekki eru þó allir sáttir og meðal þeirra er Elín Lára Reynisdóttir, þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, er þeirrar skoðunar að fólk eigi að hætta að hrósa Szymon fyrir viðbrögðin. „Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard.“ Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard. pic.twitter.com/w6LxAk8y9C— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) February 27, 2021
Borgarbyggð Körfubolti Skallagrímur ÍR Íþróttir barna Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti