Sport

Dag­skráin í dag: Haukar, Valur og Juventus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ronaldo og félagar eru í beinni í dag.
Ronaldo og félagar eru í beinni í dag. Jose Manuel Alvarez/Getty

Það er nóg um að vera á rásum Stöð 2 Sport í dag. Alls eru sex beinar útsendingar á dagskrá.

Við sýnum tvo leiki úr Olís deild karla í handbolta sem og að Seinni bylgjan er á dagskrá að leikjum loknum. Þá eru leikir úr ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni á boðstólnum.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.50 mætast ÍR og Haukar í Olís deild karla í handbolta. ÍR-ingar sitja á botni deildarinnar á meðan Haukar eru í baráttunni um efsta sætið. Að þeim leik loknum færum við okkur á Hlíðarenda þar sem Valur og Afturelding mætast.

Klukkan 21.15 er svo komið að Seinni bylgjunni þar sem verður farið yfir leiki kvöldsins og helgarinnar í Olís deildinni.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.35 taka lærisveinar Andrea Pirlo í Juventus á móti Crotone í ítölsku úrvalsdeildinni. Leikur Juventus verður að vinna en meistararnir eru dottnir úr meistaradeildarsæti.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.50 er leikur Osasuna og Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni á dagkskrá.

Stöð 2 Esport

GameTíví er á dagskrá klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×