Atvikið átti sér stað í mars á síðasta ári í Árósum. Var maðurinn farþegi í bíl sem lögregla stöðvaði við reglubundið eftirlit.
Maðurinn, sem var ekki smitaður af kórónuveirunni, viðurkennir að hafa hóstað á lögreglumennina og að því loknu hrópað „kóróna“.
Við meðferð málsins kenndi maðurinn því um að hafa verið ölvaður og þar með sýnt af sér dómgreindarbrest.
Maðurinn var sýknaður í lægsta dómstigi, en málinu var svo áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í millidómstigi, en Hæstiréttur landsins þyngdi svo í morgun dóminn yfir manninum í fjögurra mánuða fangelsi.