Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 07:04 Yfirvöld í Ástralíu hafa mótmælt aðgerð Facebook. Getty/Robert Cianflone Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. Með þessari aðgerð vill Facebook svara áströlsku lagafrumvarpi sem myndi skylda tæknirisa á borð við Facebook og Google til þess að borga fyrir fréttaefni. Lokunin gerir það að verkum að Ástralir geta nú hvorki nálgast Facebook-síður ástralskra né alþjóðlegra fréttamiðla þar sem þær hafa verið „blokkaðar“. Þá geta þeir sem eru utan Ástralíu ekki nálgast neinar færslur á áströlskum fréttamiðlum; ef til dæmis er farið inn á Facebook-síðu eins stærsta dagblaðs landsins, The Herald Sun, er þar ekki að finna neinar færslur yfirhöfuð. Yfirvöld í Ástralíu hafa harðlega gagnrýnt lokunina og segja hana sýna glöggt hversu mikil völd tæknirisarnir hafa á markaðnum. watch on YouTube Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir lokunina geta haft mikil samfélagsleg áhrif en um sautján milljónir Ástrala heimsækja Facebook að minnsta kosti mánaðarlega. Hann segir ríkisstjórnina staðráðna í að samþykkja lagafrumvarpið og segir yfirvöld vilja sjá Facebook áfram í Ástralíu. „En mér finnst þessi aðgerð þeirra bæði ónauðsynleg og röng,“ segir Frydenberg. Yfirvöld í Ástralíu segja lagasetninguna eiga að jafna leikinn á milli hefðbundinna fréttamiðla og tæknirisanna. Líkt og víðar í heiminum hafa hefðbundnir fréttamiðlar í Ástralíu barist í bökkum undanfarin ár. Ein ástæðan er talin vera sá mikli fjöldi auglýsinga sem seldur er til Facebook og Google en tölurnar sýna að fyrir hverja 100 ástralska dollara sem fyrirtæki verja í stafrænar auglýsingar fer 81 dollari til þessara tveggja fyrirtækja. Bæði Google og Facebook hafa barist gegn lagasetningunni. Fyrirtækin segja frumvarpið ekki endurspegla hvernig internetið virki og að lögin myndu refsa þeim á ósanngjarnan hátt. Engu að síður hefur Google nýlega samið um að greiða fyrir fréttir frá þremur af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum Ástralíu. Ástralía Facebook Fjölmiðlar Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira
Með þessari aðgerð vill Facebook svara áströlsku lagafrumvarpi sem myndi skylda tæknirisa á borð við Facebook og Google til þess að borga fyrir fréttaefni. Lokunin gerir það að verkum að Ástralir geta nú hvorki nálgast Facebook-síður ástralskra né alþjóðlegra fréttamiðla þar sem þær hafa verið „blokkaðar“. Þá geta þeir sem eru utan Ástralíu ekki nálgast neinar færslur á áströlskum fréttamiðlum; ef til dæmis er farið inn á Facebook-síðu eins stærsta dagblaðs landsins, The Herald Sun, er þar ekki að finna neinar færslur yfirhöfuð. Yfirvöld í Ástralíu hafa harðlega gagnrýnt lokunina og segja hana sýna glöggt hversu mikil völd tæknirisarnir hafa á markaðnum. watch on YouTube Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir lokunina geta haft mikil samfélagsleg áhrif en um sautján milljónir Ástrala heimsækja Facebook að minnsta kosti mánaðarlega. Hann segir ríkisstjórnina staðráðna í að samþykkja lagafrumvarpið og segir yfirvöld vilja sjá Facebook áfram í Ástralíu. „En mér finnst þessi aðgerð þeirra bæði ónauðsynleg og röng,“ segir Frydenberg. Yfirvöld í Ástralíu segja lagasetninguna eiga að jafna leikinn á milli hefðbundinna fréttamiðla og tæknirisanna. Líkt og víðar í heiminum hafa hefðbundnir fréttamiðlar í Ástralíu barist í bökkum undanfarin ár. Ein ástæðan er talin vera sá mikli fjöldi auglýsinga sem seldur er til Facebook og Google en tölurnar sýna að fyrir hverja 100 ástralska dollara sem fyrirtæki verja í stafrænar auglýsingar fer 81 dollari til þessara tveggja fyrirtækja. Bæði Google og Facebook hafa barist gegn lagasetningunni. Fyrirtækin segja frumvarpið ekki endurspegla hvernig internetið virki og að lögin myndu refsa þeim á ósanngjarnan hátt. Engu að síður hefur Google nýlega samið um að greiða fyrir fréttir frá þremur af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum Ástralíu.
Ástralía Facebook Fjölmiðlar Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira